Úr vörn í sókn: Hvað gerðu finnsku fyrirtækin?

Þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi efna Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri og Finnsk-íslenska viðskiptaráðið til morgunverðarfundar um hvernig finnskt atvinnulíf snéri vörn í sókn í efnahagsþrengingunum í Finnlandi á árunum 1991-1994. Fulltrúar finnskra atvinnulífssamtaka munu lýsa því hvernig finnsk fyrirtæki brugðust við efnahagsþrengingunum og hvað megi af því læra.

Vegna mikillar aðsóknar hefur fundurinn verið færður í Súlnasal á Hótel Sögu.

Skráning og morgunverður frá kl. 8:00. Fundur hefst 8:30 og verður lokið 10:00. Þátttökugjald kr. 2.500.

Gestir fundarins eru Jukka Koivisto og Anders Blom en þeir þekkja mjög vel til í finnsku atvinnulífi og þeirra erfiðleika sem finnsk fyrirtæki gengu í gegnum. Jukka stýrir stefnumótun samtaka atvinnulífsins í Finnlandi (EK) en Anders er formaður samtaka einkafyrirtækja í Finnlandi (PL).

Fundurinn fer fram á ensku.

Fundarstjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að smella hér

Dagskrá fundarins (PDF)

Sérstakur stuðningsaðili fundarins er Icelandair

EK er fulltrúi 16.000 fyrirtækja með um 950 þúsund starfsmenn. Fyrirtækin leggja til 70% landsframleiðslunnar í Finnlandi og 95% útflutnings. Um 95% fyrirtækjanna innan EK eru lítil eða meðalstór.

PL er fulltrúi 250 einkafyrirtækja í Finnlandi, þar af eru 50 á lista 500 stærstu fyrirtækja í Finnlandi. Aðildarfyrirtæki PL velta 25 milljörðum evra á ári og hjá þeim starfa 140 þúsund manns.

Sjá nánar um finnsku samtökin:

Vefur EK

Vefur PL