Menntamál - 

25. febrúar 2015

Upptökur og kynningar frá menntadegi atvinnulífsins 2015

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upptökur og kynningar frá menntadegi atvinnulífsins 2015

Menntadagur atvinnulífsins 2015 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum en þar var fjallað var um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Upptökur af erindum frá deginum eru nú aðgengilegar á vefnum ásamt glærukynningum frummælenda.

Menntadagur atvinnulífsins 2015 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum en þar var fjallað var um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Upptökur af erindum frá deginum eru nú aðgengilegar á vefnum ásamt glærukynningum frummælenda.

Menntadagur atvinnulífsins 2015  – smelltu til að horfa.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti menntaverðlaun atvinnulífsins 2015. Síldarvinnslan var valinn menntasproti ársins og Marel menntafyrirtæki ársins.

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015 – smelltu til að horfa.

Hér eru kynningar frummælenda sem nýttu sér glærur:

Henning Gade, forstöðumaður hjá DA (PDF)
Sigurður Steinn Einarsson, starfsmaður Síldarvinnslunnar (PDF)
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela (PDF)
Þórður Theodórsson,
framkvæmdastjóri framleiðslu Marel (PDF)

Hér er ávarp Björgólfs Jóhannssonar formanns SA sem sagði að vits væri þörf.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA en þetta er annað árið  í röð sem samtök úr atvinnulífinu halda sameiginlegan menntadag.

undefined

Samtök atvinnulífsins