Menntamál - 

01. febrúar 2016

Upptökur frá frá Menntadegi atvinnulífsins 2016

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upptökur frá frá Menntadegi atvinnulífsins 2016

Menntadagur atvinnulífsins 2016 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum. Framundan er vöxtur á nær öllum sviðum atvinnulífsins og ljóst að á næstu árum munu verða til þúsundir nýrra starfa í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir hæfu og vel menntuðu starfsfólki mun aukast en það mun reyna mjög á menntakerfið að útskrifa fólk nægilega hratt til að mæta vextinum. Því þarf atvinnulífið ásamt verkalýðshreyfingunni að bregðast við og nýta vel starfsmenntakerfi atvinnulífsins til að auka hæfni og menntun starfsfólks sem þegar er á vinnumarkaði.

Menntadagur atvinnulífsins 2016 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum. Framundan er  vöxtur á nær öllum sviðum atvinnulífsins og ljóst að á næstu árum munu verða til þúsundir nýrra starfa í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir hæfu og vel menntuðu starfsfólki mun aukast en það mun reyna mjög á menntakerfið að útskrifa fólk nægilega hratt til að mæta vextinum. Því þarf  atvinnulífið ásamt verkalýðshreyfingunni að bregðast við og nýta vel starfsmenntakerfi atvinnulífsins til að auka hæfni og menntun starfsfólks sem þegar er á vinnumarkaði.

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, afhenti  Menntaverðlaun  atvinnulífsins 2016. Icelandair Hotels er menntafyrirtæki ársins en Securitas menntasproti ársins 2016.  

Að deginum stóðu Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

undefined

Svipmyndir frá deginum eru nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vefnum auk þess sem hægt er að nálgast upptökur frá sameiginlegri dagskrá í fyrri hluta ráðstefnunnar. Umfjöllun um málstofur sem fram fóru í kjölfarið má nálgast á vefjum samtakanna sem stóðu að þeim. Boðið var upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en Landsmennt, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og Starfsafl styrktu daginn. Hér getur þú horft á daginn í heild.

Smelltu á myndirnar hér að neðan til að horfa:

Svipmyndir frá Menntadegi atvinnulífsins 2016

undefined

Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA.

undefined

Þúsundir nýrra starfa.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.

undefined
Tækni og skólastarf.
Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor.

undefined

Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir,
yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront
hjá DICE.

undefined

Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum?
Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas.

undefined
Vinnumarkaður, færni og framtíðin.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.

undefined

Menntasproti ársins 2016: Securitas

undefined

Menntafyrirtæki ársins 2016: Icelandair Hotels

undefined

Fundarstjóri var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

undefined

Sjáumst að ári!

undefined

 

Samtök atvinnulífsins