Upptökur af Ársfundi atvinnulífsins 2016

Ársfundur atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl. Yfir 500 gestir mættu til fundarins og um 1000 horfðu á dagskrána í beinni útsendingu. Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni var yfirskrift fundarins en upptökur af fundinum eru nú aðgengilegar á vef SA ásamt nýju riti samtakanna um peningastefnu Íslands.

Hægt er að horfa á allt efni fundarins hér í Sjónvarpi atvinnulífsins

undefined

Nýtt rit SA: Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni (PDF)

Hægt er að horfa á valið efni með því að smella á myndirnar og tenglana hér að neðan.

Svipmyndir frá Ársfundi atvinnulífsins 2016

undefined

Upphaf ársfundar Atvinnulífsins 2016 og ávarp formanns SA, Björgólfs Jóhannssonar.

undefined

Raddir atvinnulífsins - gjaldmiðillinn

undefined

Ávarp Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra: Peningastefna eftir fjármagnshöft

undefined

Sönn íslensk peningamál: Stóra krónumálið

undefined

Erindi Jóns Daníelssonar, prófessor við London School of Economics, um framtíðarríkið Ísland, peningastefnuna, vinnumarkaðinn og ríkisfjármálin.

undefined

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA brugðust við efni fundarins og tóku umræðuna saman. Raddir atvinnulífsins tjá sig um hagstjórn landsins.

undefined

Raddir atvinnulífsins – draumastarfsumhverfið.

undefined

Ný könnun var kynnt á ársfundinum meðal aðildarfyrirtækja SA þar sem kom m.a. fram að tveir þriðju stjórnenda aðildarfyrirtækja SA telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Markmið um stöðugt verðlag nýtur mests stuðnings stjórnenda sem meginmarkmið ríkisstjórna á hverjum tíma. Stöðugleikamarkmiðið nýtur yfirburða stuðnings umfram önnum markmið í öllum atvinnugreinum og öllum stærðarflokkum fyrirtækja.

undefined

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu stýrði fundinum.

undefined

Að loknum fundi fór fram fjölmenn Netagerð við höfnina þar sem Futuregrapher reiddi fram ferska raftónlist en í dag 12. apríl kemur út fjórða breiðskífa kappans, Hrafnagil.

undefined

Samtök atvinnulífsins þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í fundinum með því að koma í Hörpu eða horfa á ársfundinn í beinni útsendingu.

undefined