Menntamál - 

06. Mars 2014

Upptaka frá Menntadegi atvinnulífsins 2014

Menntun í fyrirtækjum

Menntun í fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upptaka frá Menntadegi atvinnulífsins 2014

Heimurinn borgar þér ekki fyrir það sem þú veist, heldur fyrir það sem þú gerir á grundvelli þess sem þú veist. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem Dr. Andreas Schleicher yfirmaður menntamála hjá OECD ræddi á Menntadegi atvinnulífsins í vikunni. Upptaka frá deginum er nú aðgengileg á vefnum en Dr. Schleicher segist bjartsýnn á að íslenskt menntakerfi geti orðið eitt það besta á heimsvísu. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu á menntadeginum.

Heimurinn borgar þér ekki fyrir það sem þú veist, heldur fyrir það sem þú gerir á grundvelli þess sem þú veist. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem Dr. Andreas Schleicher yfirmaður menntamála hjá OECD ræddi á Menntadegi atvinnulífsins í vikunni. Upptaka frá deginum er nú aðgengileg á vefnum en Dr. Schleicher segist bjartsýnn á að íslenskt menntakerfi geti orðið eitt það besta á heimsvísu. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu á menntadeginum.

Hægt er að horfa á erindi frummælenda á Vimeo. Um 300 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfi tóku þátt í menntadeginum á Hilton Reykjavík Nordica auk þeirra fjölmörgu sem fylgdust með dagskránni í beinni útsendingu. SAF, SI, SVÞ, SF, SFF, LÍÚ, Samorka og Samtök atvinnulífsins stóðu að deginum. Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.

Smelltu til að horfa

Samtök atvinnulífsins