Efnahagsmál - 

15. Mars 2010

Upptaka af stórfundi SA um atvinnumál komin á vefinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upptaka af stórfundi SA um atvinnumál komin á vefinn

Sjónvarpsupptaka af fundi SA um stöðu atvinnumála og horfurnar framundan er komin á vefinn. Um 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi, stjórnmálamenn, fulltrúar sveitarfélaga, ríkisstofnana og verkalýðshreyfingar, mættu til fundarins sem fram fór á Hótel Nordica föstudaginn 12. mars. Þar var m.a. rætt um til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að koma Íslandi af stað og rjúfa þá kyrrstöðu sem nú einkennir atvinnulífið.

Sjónvarpsupptaka af fundi SA um stöðu atvinnumála og horfurnar framundan er komin á vefinn. Um 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi, stjórnmálamenn, fulltrúar sveitarfélaga, ríkisstofnana og verkalýðshreyfingar, mættu til fundarins sem fram fór á Hótel Nordica föstudaginn 12. mars. Þar var m.a. rætt um til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að koma Íslandi af stað og rjúfa þá kyrrstöðu sem nú einkennir atvinnulífið.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, setti fundinn en Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA kynnti nýja stefnumörkun Samtaka atvinnulífsins Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun 2010.

Þá fluttu erindi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sem ræddi um ríkisfjármálin og aðkomu ríkisstjórnarinnar að atvinnumálunum og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem flutti erindi undir yfirskriftinni Við viljum vinna.

Upptöku af erindum frummælenda og fyrirspurnum má sjá á vefnum Hjari veraldar (www.hjariveraldar.is) en aðstandendur hans tóku fundinn upp.

Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan:

Vilmundur Jósefsson

Vilhjálmur Egilsson

Steingrímur J. Sigfússon

Gylfi Arnbjörnsson

Fyrirspurnir

Samtök atvinnulífsins