Fréttir - 

19. Nóvember 2015

Upptaka af stjórnmálaumræðum í Hörpu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upptaka af stjórnmálaumræðum í Hörpu

Samtök atvinnulífsins efndu til opins umræðufundar um fjármál ríkisins, forgangsröðun fjármuna og hvað landsmenn fá fyrir skattana sína í Hörpu miðvikudaginn 18. nóvember. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi tóku þátt en yfirskrift fundarins var Hvert fara peningarnir þínir? Upptaka af fundinum er nú aðgengileg á vef SA ásamt greiningu efnahagssviðs SA á fjármálum ríkisins sem var lögð fram á fundinum.

Samtök atvinnulífsins efndu til opins umræðufundar um fjármál ríkisins, forgangsröðun fjármuna og hvað landsmenn fá fyrir skattana sína í Hörpu miðvikudaginn 18. nóvember. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi tóku þátt en yfirskrift fundarins var Hvert fara peningarnir þínir? Upptaka af fundinum er nú aðgengileg á vef SA ásamt greiningu efnahagssviðs SA á fjármálum ríkisins sem var lögð fram á fundinum.

Smelltu hér til að sjá allt efni fundarins - hluta hans má nálgast hér að neðan.

undefined

Þátttakendur voru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

undefined

Formaður Samtaka atvinnulífsins, Björgólfur Jóhannsson, ávarpaði fundinn í upphafi en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, stýrði umræðunum.

Greining efnahagssviðs SA (PDF)

Umræðunum var skipt upp í fjóra hluta sem voru leiddar inn með stuttum sjónvarpsinnslögum til að ramma umræðuefnið inn. Þú getur horft á innslögin og umræðurnar hér að neðan með því að smella á myndirnar.

Upphaf umræðna

undefined

Ávarp formanns SA

undefined

Innslag um skatta

undefined

Umræður um skatta

undefined

Innslag um forgangsröðun
undefined

Umræður um forgangsröðun

undefined

Innslag um innviði
undefined

Umræður um innviði

undefined

Innslag um framtíðina
undefined

Umræður um framtíðina

 undefined

 Samtök atvinnulífsins þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Hörpu í gær eða horfðu á fundinn á netinu en hann var sýndur í beinni útsendingu á Vísi.

undefined

Samtök atvinnulífsins