Efnahagsmál - 

08. september 2005

Uppskriftin að velgengni Norðurlanda á heimsvísu birt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Uppskriftin að velgengni Norðurlanda á heimsvísu birt

Í The Nordic recipe for global success er leitað svara við því hvernig Norðurlöndin geti treyst og viðhaldið þeirri góðu stöðu sem þau búa við á heimsmarkaði. Ástæðan er einföld, alþjóðleg samkeppni fer sífellt harðnandi, alþjóðlegt viðskiptaumhverfi breytist hratt og samkeppnin virðir ekki lengur landamæri. Lönd á borð við Kína auka sífellt hlut sinn í heimsframleiðslunni en því er spáð að árið 2050 verði Kína orðið stærsta hagkerfi heims, því næst Bandaríkin, Indland, Japan, Brasilía og Rússland. Líkur eru á að Evrópa verði í aukahlutverki á komandi áratugum í hagkerfi heimsins ef heldur fram sem horfir, og mikilvægt er að geta brugðist skjótt við örum breytingum.

Í The Nordic recipe for global success er leitað svara við því hvernig Norðurlöndin geti treyst og viðhaldið þeirri góðu stöðu sem þau búa við á heimsmarkaði. Ástæðan er einföld, alþjóðleg samkeppni fer sífellt harðnandi, alþjóðlegt viðskiptaumhverfi breytist hratt og samkeppnin virðir ekki lengur landamæri. Lönd á borð við Kína auka sífellt hlut sinn í heimsframleiðslunni en því er spáð að árið 2050 verði Kína orðið stærsta hagkerfi heims, því næst Bandaríkin, Indland, Japan, Brasilía og Rússland. Líkur eru á að Evrópa verði í aukahlutverki á komandi áratugum í hagkerfi heimsins ef heldur fram sem horfir, og mikilvægt er að geta brugðist skjótt við örum breytingum.

Hvernig verja skal árangurinn og sækja fram
Þrátt fyrir mikla skattheimtu og dýr bótakerfi hafa Norðurlöndin verið að ná góðum árangri á sviði efnahagsmála undanfarin ár. Í Evrópu þar sem stöðnun hefur ríkt í atvinnulífi og hagvöxtur verið takmarkaður, horfa menn því eðlilega til Norðurlanda. Ísland þykir þar í nokkurri sérstöðu, með kraftmikinn og sveigjanlegan vinnumarkað og samkeppnishæft skattaumhverfi. Opnun Mið- og Austur-Evrópu, Kína og Indlands skapar ný tækifæri, en einnig aukna samkeppni. Í þessum nýju samkeppnislöndum er launakostnaður lágur og hagvöxtur víða mikill.

Það er ekki náttúrulögmál að Norðurlöndin haldi stöðu sinni meðal fremstu þjóða í framtíðinni. Til að svo megi verða þurfa þau að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun, efla menntun fólks á vinnumarkaði og lækka skatta, en Norðurlönd búa sum við einna þyngstu skattbyrðina í heiminum. Þá er einnig mikilvægt að fela einkafyrirtækjum stærra hlutverk við veitingu velferðarþjónustu, þótt þjónustan verði áfram fjármögnuð með sköttum.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. (PDF skjal).

Íslenska þýðingu á inngangi og samantekt skýrslunnar ásamt Uppskriftinni að velgengni Norðurlanda á heimsvísu má nálgast hér. (PDF skjal).

Samtök atvinnulífsins