Menntamál - 

14. september 2002

Upplýsingavefur um námsframboð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upplýsingavefur um námsframboð

Mennt.is, upplýsingavefur um námsframboð, var formlega opnaður í dag. Það voru Finnur Geirsson, formaður SA, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sem opnuðu vefinn. Vefnum er ætlað að hýsa upplýsingar um allt nám sem í boði er á Íslandi eftir að grunnskólanámi lýkur, bæði innan hins hefðbundna svo og námskeið sem hægt er að stunda á almennum markaði. Það er Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla sem hefur látið smíða vefinn. Aðgangur er ókeypis og er aðgengilegur öllum sem hafa aðgang að tölvu og Netinu.

Mennt.is, upplýsingavefur um námsframboð, var formlega opnaður í dag. Það voru Finnur Geirsson, formaður SA, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sem opnuðu vefinn. Vefnum er ætlað að hýsa upplýsingar um allt nám sem í boði er á Íslandi eftir að grunnskólanámi lýkur, bæði innan hins hefðbundna svo og námskeið sem hægt er að stunda á almennum markaði. Það er Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla sem hefur látið smíða vefinn. Aðgangur er ókeypis og er aðgengilegur öllum sem hafa aðgang að tölvu og Netinu.

Mennt.is er fyrir alla þá sem leita eftir upplýsingum um nám og námskeið, en oft hefur reynst erfitt að fá heildarsýn yfir það framboð á námi eða námskeiðum sem í boði er, enda eru þeir aðilar sem bjóða upp á fræðslu hér á landi vel yfir þriðja hundraðið. Nú er hægt á einum stað að nálgast upplýsingar um nám hvort sem leitað er almennt í gagnagrunninum, t.d. leitað eftir tölvunámi á öllu landinu eða gerð sértæk leit, t.d. leitað eftir byrjunaráfanga í tölvunarfræðum á Norðurlandi.  Notendur geta borið saman framboð, verð og gæði því upplýsingarnar eru á stöðluðu formi sem einfaldar allan samanburð fyrir notandann. Einnig er skráninga- og greiðslukerfi á upplýsingavefnum og notendur geta því bæði skráð sig í nám eða á námskeið á netinu og jafnframt greitt fyrir. 

Sjá nánar á Mennt.is.

Samtök atvinnulífsins