Efnahagsmál - 

29. október 2008

Upplýsingar á ensku um stöðu mála á vef SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upplýsingar á ensku um stöðu mála á vef SA

Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman upplýsingar á ensku um stöðu mála í íslensku efnahagslífi. SA hvetja félagsmenn í erlendum samskiptum til að senda upplýsingarnar áfram á sína tengiliði. Þar er m.a. greint frá samkomulagi Íslands við IMF, þýðingu þess og stuðningi forsætisráðherra Norðurlanda við samkomulagið. Ennfremur eru hnökrar í gjaldeyrisviðskiptum skýrðir og greint frá því að aðkomu IMF sé ætlað að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegan farveg og stuðla að jafnvægi í gengi krónunnar.

Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman upplýsingar á ensku um stöðu mála í íslensku efnahagslífi. SA hvetja félagsmenn í erlendum samskiptum til að senda upplýsingarnar áfram á sína tengiliði. Þar er m.a. greint frá samkomulagi Íslands við IMF, þýðingu þess og stuðningi forsætisráðherra Norðurlanda við samkomulagið. Ennfremur eru hnökrar í gjaldeyrisviðskiptum skýrðir og greint frá því að aðkomu IMF sé ætlað að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegan farveg og stuðla að jafnvægi í gengi krónunnar.

Upplýsingar SA má nálgast hér að neðan en þær er einnig að finna á enskum hluta vefs SA. Þær verða uppfærðar eftir þörfum.

Viðskiptaráð hefur einnig tekið saman ítarlegt og greinargott upplýsingarskal fyrir erlenda aðila um stöðu mála og aðdraganda þess vanda sem við er að eiga.

Sjá nánar:

Upplýsingar SA á ensku 29. október 2008 (PDF)

Uppfært upplýsingaskjal Viðskiptaráðs 27. október 2008 (PDF)

Samtök atvinnulífsins