Fréttir - 

10. febrúar 2024

Upplýsingafundur SA vegna viðræðuslita

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upplýsingafundur SA vegna viðræðuslita

Upplýsingafundur Samtaka atvinnulífsins vegna viðræðuslita í kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði verður haldinn með fjarfundarbúnaði þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00.

Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja SA hafa fengið póst með skráningarhlekk inn á fundinn en fundurinn er einungis ætlaður aðildarfyrirtækjum SA.

Hafi póstur ekki borist með skráningarhlekk má hafa samband við skrifstofuumsjón á netfangið: sigridur@sa.is eða í síma 591 0000.

Samtök atvinnulífsins