Efnahagsmál - 

16. Júlí 2008

Upphafið af víðtækari ráðstöfunum og hugmyndavinnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upphafið af víðtækari ráðstöfunum og hugmyndavinnu

Rætt er við Þór Sigfússon, formann SA, í Markaðnum í dag um evruumræðuna sem sprottið hefur upp eftir útspil Björns Bjarnasonar um helgina. Þór segir að hugmynd Björns gangi út á tvíhliða samning sem gefi kost á að Evrópski seðlabankinn verði bakhjarl íslenska seðlabankans. Nú þurfi ríkisstjórnarflokkarnir að bretta upp ermarnar og fara alla leið með þessa hugmynd. "Ég er kannski fremur bjartsýnn en einhvern veginn finnst mér að þetta geti orðið upphafið að víðtækari ráðstöfunum og hugmyndavinnu á vettvangi ríkisstjórnarinnar sem sýni sig strax í byrjun haustsins."

Rætt er við Þór Sigfússon, formann SA, í Markaðnum í dag um evruumræðuna sem sprottið hefur upp eftir útspil Björns Bjarnasonar um helgina. Þór segir að hugmynd Björns gangi út á tvíhliða samning sem gefi kost á að Evrópski seðlabankinn verði bakhjarl íslenska seðlabankans. Nú þurfi ríkisstjórnarflokkarnir að bretta upp ermarnar og fara alla leið með þessa hugmynd. "Ég er kannski fremur bjartsýnn en einhvern veginn finnst mér að þetta geti orðið upphafið að víðtækari ráðstöfunum og hugmyndavinnu á vettvangi ríkisstjórnarinnar sem sýni sig strax í byrjun haustsins."

Þór segir að markmiðið þurfi auðvitað að vera að auka hagvöxt á næstu árum. "Á aðgerðalistanum þarf að vera endurskoðun peningastefnunnar, viðræður við ESB um tvíhliða samning um evruna, frágangur lána til að styrkja gjaldeyrisforðann, skýr lína um áframhaldandi uppbyggingu orkufrekra tæknifyrirtækja og breytt rekstrarform orkufyrirtækja," segir Þór og bætir við. "Ekkert atvinnulíf þolir hins vegar að vera í lokuðu lánsfjárkerfi með 20% vexti. Það þarf að lækka stýrivexti um 3-5% á skömmum tíma."

Rafrænt eintak af Markaðnum á www.visir.is

Samtök atvinnulífsins