Vinnumarkaður - 

28. Janúar 2004

Uppfinningar starfsmanna teljist eign vinnuveitanda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Uppfinningar starfsmanna teljist eign vinnuveitanda

Samkvæmt stjórnarfrumvarpi til laga um uppfinningar starfsmanna á starfsmaður rétt til uppfinningar sem hann kemur fram með, að svo miklu leyti sem annað leiði eigi af lögunum eða öðrum lögum. Hafi starfsmaður komið fram með uppfinningu sem er þáttur í starfi hans getur atvinnurekandi skv. frumvarpinu krafist framsals réttarins yfir uppfinningunni til sín enda sé hagnýting hennar á starfssviði atvinnurekandans.

Samkvæmt stjórnarfrumvarpi til laga um uppfinningar starfsmanna á starfsmaður rétt til uppfinningar sem hann kemur fram með, að svo miklu leyti sem annað leiði eigi af lögunum eða öðrum lögum. Hafi starfsmaður komið fram með uppfinningu sem er þáttur í starfi hans getur atvinnurekandi skv. frumvarpinu krafist framsals réttarins yfir uppfinningunni til sín enda sé hagnýting hennar á starfssviði atvinnurekandans.

Í umsögn um frumvarpið gera Samtök atvinnulífsins ýmsar athugasemdir og árétta m.a. að þegar vinna starfsmanna í þágu atvinnurekanda leiði til uppfinningar sé það skýlaus krafa atvinnurekanda að þær uppfinningar teljist hans eign. Gera megi ráð fyrir að uppfinningin sé unnin í vinnutíma og með tækjum vinnuveitandans og því sé eðlilegt að vinnuveitandi eigi afraksturinn af vinnu sem hann greiði fyrir.

Sjá umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarpið (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins