Efnahagsmál - 

30. október 2008

Uppfærðar upplýsingar um stöðu greiðslumiðlunar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Uppfærðar upplýsingar um stöðu greiðslumiðlunar

Á vef Seðlabanka Íslands eru birtar upplýsingar um stöðu greiðslumiðlunar í landinu og milli landa og eru þær uppfærðar reglulega. Erlend greiðslumiðlun um starfandi viðskiptabanka á Íslandi hefur gengið illa og því ákvað Seðlabanki Íslands að miðla slíkum greiðslum í þeim tilvikum sem aðrar leiðir reyndust lokaðar. Seðlabankinn segir að þeir sem eigi von á greiðslum frá útlöndum verði að sjá til þess að greiðandinn fái réttar upplýsingar um greiðsluleiðir, en á vef bankans má finna greiðslufyrirmæli fyrir alla þá gjaldmiðla sem Seðlabankinn getur tekið við.

Á vef Seðlabanka Íslands eru birtar upplýsingar um stöðu greiðslumiðlunar í landinu og milli landa og eru þær uppfærðar reglulega. Erlend greiðslumiðlun um starfandi viðskiptabanka á Íslandi hefur gengið illa og því ákvað Seðlabanki Íslands að miðla slíkum greiðslum í þeim tilvikum sem aðrar leiðir reyndust lokaðar. Seðlabankinn segir að þeir sem eigi von á greiðslum frá útlöndum verði að sjá til þess að greiðandinn fái réttar upplýsingar um greiðsluleiðir, en á vef bankans má finna greiðslufyrirmæli fyrir alla þá gjaldmiðla sem Seðlabankinn getur tekið við.

Sjá nánar:

Upplýsingasíða Seðlabankans

Greiðslufyrirmæli Seðlabankans (PDF)

Þau má hafa til hliðsjónar og bæta inn nafni viðtakanda fyrir aftan þar sem stendur "final beneficiary" og IBAN-númer reiknings viðtakanda þar fyrir neðan áður en upplýsingarnar eru sendar greiðanda.

Samtök atvinnulífsins