Vinnumarkaður - 

10. Mars 2014

Uppfærð kaupgjaldsskrá gildir frá 1. febrúar 2014

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Uppfærð kaupgjaldsskrá gildir frá 1. febrúar 2014

Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef Samtaka atvinnulífsins.Gildir hún jafnt fyrir félagsmenn þeirra 25 stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember 2013 og félagsmenn þeirra félaga sem samþykktu sáttatillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar 2014. Kaupgjaldsskráin gildir ekki fyrir félagsmenn verkalýðsfélagsins Drífanda, Vestmannaeyjum, sem felldi sáttatillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Laun félagsmanna Drífanda breytast því ekki fyrr en samningar komast á milli Drífanda og Samtaka atvinnulífsins.

Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef Samtaka atvinnulífsins.Gildir hún jafnt fyrir félagsmenn þeirra 25 stéttarfélaga sem samþykktu kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember 2013 og félagsmenn þeirra félaga sem samþykktu sáttatillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar 2014. Kaupgjaldsskráin gildir ekki fyrir félagsmenn verkalýðsfélagsins Drífanda, Vestmannaeyjum, sem felldi sáttatillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Laun félagsmanna Drífanda breytast því ekki fyrr en samningar komast á milli Drífanda og Samtaka atvinnulífsins.

Kaupgjaldskrá nr. 17-B

Samtök atvinnulífsins