Vinnumarkaður - 

15. Júlí 2015

Uppfærð kaupgjaldsskrá eftir samþykkt iðnaðarmannasamninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Uppfærð kaupgjaldsskrá eftir samþykkt iðnaðarmannasamninga

Uppfærð kaupgjaldsskrá hefur nú verið sett á vef SA eftir að fyrir liggur samþykki félagsmanna allra helstu stéttarfélaga iðnaðarmanna á samningunum sem undirritaðir voru 22. júní 2015. Nokkur félög felldu samningana, VM –félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarfélag Suðurnesja, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi og Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði.

Uppfærð kaupgjaldsskrá hefur nú verið sett á vef SA eftir að fyrir liggur samþykki félagsmanna allra helstu stéttarfélaga iðnaðarmanna á samningunum sem undirritaðir voru 22. júní 2015. Nokkur félög felldu samningana, VM –félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarfélag Suðurnesja, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi og Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði.

Þar með hafa komist á kjarasamningar fyrir meginþorra starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum sem gilda til ársloka 2018. Kjarasamningarnir sem tekið hafa gildi ná til rúmlega 68 þúsund launamanna í stéttarfélögum verslunarmanna, verkafólks og iðnaðarmanna. Samningarnir sem felldir voru í atkvæðagreiðslum taka til um tvö þúsund iðnaðarmanna.

Eftir sumarleyfi tekur við gerð fjölda kjarasamninga á smærri samningssviðum, auk viðræðna við félögin sem felldu samningana, en stefnan í kjarasamningum fyrir næstu ár hefur verið mótuð og óhjákvæmilegt að ógerðir kjarasamningar lúti þeirri leiðsögn sem fyrir liggur.

Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Á kjörskrá voru rúmlega 70 þúsund manns og var kjörsókn 21%. 72% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samningana en 26% höfnuðu þeim.

undefined

Sjá nánar:

Kaupgjaldsskrá nr. 18  - gildir frá 1. maí 2015 (PDF)

Helstu þættir nýrra kjarasamninga SA og iðnaðarmanna:

Sjá nánar hér

Samtök atvinnulífsins