1 MIN
Unnið verði hratt úr skuldamálum fyrirtækja
Aðilar vinnumarkaðarins áttu í gær fund með ríkisstjórninni um skuldavanda heimila og fyrirtækja. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkisstjórnin vilji ganga hratt í það verk og fjarlægja þær hindranir sem séu í vegi þess að fyrirtæki geti starfað með eðlilegum hætti. "Við brýndum fyrir ríkisstjórninni að fyrirtækin yrðu að hafa rekstrargrundvöll. En á meðan þessi óvissa er um mál fyrirtækja geta þau ekki gert framtíðaráætlanir eða ráðið til sín fólk."
Aðilar vinnumarkaðarins áttu í gær fund með ríkisstjórninni um skuldavanda heimila og fyrirtækja. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkisstjórnin vilji ganga hratt í það verk og fjarlægja þær hindranir sem séu í vegi þess að fyrirtæki geti starfað með eðlilegum hætti. "Við brýndum fyrir ríkisstjórninni að fyrirtækin yrðu að hafa rekstrargrundvöll. En á meðan þessi óvissa er um mál fyrirtækja geta þau ekki gert framtíðaráætlanir eða ráðið til sín fólk."
Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Um skuldavanda heimilanna segir Hannes að lífeyrissjóðirnir geti ekki greitt húsnæðislán niður. Stjórnir þeirra hafi ekkert umboð til þess. Leggja verði áherslu á að aðgerðum verði beint til þeirra sem mest þurfi á þeim að halda.
Fréttastofa RÚV ræddi einnig við Hannes G. Sigurðsson, og Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ, eftir fundinn með ríkisstjórninni. Hlusta má á fréttina hér að neðan en þar sagði Hannes m.a. að breyta þurfi löggjöf og útbúa eins komar hraðbraut til að taka á skuldavanda fyrirtækja. Meðan óvissa ríki um framtíð fyrirtækja í landinu og úrvinnsla skuldavanda þeirra dragist á langinn náum við ekki að vinna okkur út úr kreppunni.
Sjá nánar: