Efnahagsmál - 

28. maí 2009

Unnið gegn misnotkun á bótakerfi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Unnið gegn misnotkun á bótakerfi

Svindl atvinnubótaþega á vinnumarkaði getur sýkt heilu atvinnugreinarnar, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann óttast að svört atvinnustarfsemi muni aukast á næstu mánuðum. Verið er að þróa sérstakt kerfi sem eykur meðal annars eftirlit með misnotkun.

Svindl atvinnubótaþega á vinnumarkaði getur sýkt heilu atvinnugreinarnar, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann óttast að svört atvinnustarfsemi muni aukast á næstu mánuðum. Verið er að þróa sérstakt kerfi sem eykur meðal annars eftirlit með misnotkun.

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 - 28. maí 2009. Í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 segir að Vinnumálastofnun hafi hert þann hluta af starfseminni sem sinni eftirliti og misnotkun á bótakerfinu. Upplýsinga sé aflað með ýmsum hætti og unnið úr fjölmörgum nafnlausum ábendingum sem berist daglega um fólk sem þiggi atvinnuleysisbætur en er jafnframt í starfi.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Stöð 2 að þegar svindl og brot fari upp fyrir ákveðið mark, sem sé mjög lágt, þá sýkist atvinnugreinin og öll viðkomandi starfsemi. Þeir sem fari að lögum og reglum geti ekki keppt við þá sem hafi rangt við.

Aðilar vinnumarkaðarins eru nú að gera tilraun með svonefnd vinnustaðaskilríki og þróa ákveðið eftirlitskerfi með starfsfólki, meðal annars til að minnka misnotkun á bótakerfinu.

Sjá nánar:

Frétt Stöðvar 2 - 28. maí 2009

Samtök atvinnulífsins