Efnahagsmál - 

31. maí 2005

UNICE harma höfnun Frakka

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

UNICE harma höfnun Frakka

UNICE er fulltrúi 20 milljón fyrirtækja sem veita meira en 120 milljón manns atvinnu í Evrópu. Samtökin telja að höfnun Frakka á nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins muni hafa alvarleg áhrif en benda jafnframt á að hún sýni ljóslega þörfina á því að færa Evrópusambandið nær fólkinu. Mikilvægt sé að Evrópusambandið haldi áfram að sækja fram, stuðla að vexti og fjölgun starfa. UNICE vonast til þess að Hollendingar muni ekki sigla í kjölfar Frakka, en á morgun, miðvikudaginn 1. júní, greiða Hollendingar atkvæði um stjórnarskrána.

UNICE er fulltrúi 20 milljón fyrirtækja sem veita meira en 120 milljón manns atvinnu í Evrópu. Samtökin telja að höfnun Frakka á nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins muni hafa alvarleg áhrif en benda jafnframt á að hún sýni ljóslega þörfina á því að færa Evrópusambandið nær fólkinu. Mikilvægt sé að Evrópusambandið haldi áfram að sækja fram, stuðla að vexti og fjölgun starfa. UNICE vonast til þess að Hollendingar muni ekki sigla í kjölfar Frakka, en á morgun, miðvikudaginn 1. júní, greiða Hollendingar atkvæði um stjórnarskrána.

Í ljósi þeirra hörðu samkeppni sem evrópsk fyrirtæki eiga við að etja telja UNICE að þessi hiksti í samrunaferli Evrópu megi ekki koma niður á fyrirtækjum í álfunni og að stefna verði áfram að nánari samvinnu Evrópuríkja.

Samtök atvinnulífsins