Efnahagsmál - 

02. Ágúst 2004

UNICE fagna WTO-niðurstöðu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

UNICE fagna WTO-niðurstöðu

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hafa lýst yfir ánægju með að niðurstaða skuli hafa náðst á vettvangi WTO varðandi ramma utan um áframhaldandi viðræður um aukið frelsi í viðskiptum. Í fréttatilkynningu frá UNICE kemur fram að aðildarríki WTO séu nú í aðstöðu til að semja um verulega aukningu í markaðsaðgangi fyrir vörur og þjónustu og styrkja regluumhverfi alþjóðaviðskipta. Ríkin eru hvött til að leggja sitt af mörkum í viðræðunum.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hafa lýst yfir ánægju með að niðurstaða skuli hafa náðst á vettvangi WTO varðandi ramma utan um áframhaldandi viðræður um aukið frelsi í viðskiptum. Í fréttatilkynningu frá UNICE kemur fram að aðildarríki WTO séu nú í aðstöðu til að semja um verulega aukningu í markaðsaðgangi fyrir vörur og þjónustu og styrkja regluumhverfi alþjóðaviðskipta. Ríkin eru hvött til að leggja sitt af mörkum í viðræðunum.

Óvissa um iðnaðarvörur

Um leið og þessum áfanga er fagnað er það hins vegar harmað að dregið hefur verið úr þeim metnaði sem áður ríkti í svokallaðri Doha-lotu WTO-viðræðnanna og vakin er athygli á að veruleg óvissa ríkir hvað varðar markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur. Þá sé enn langur vegur í átt að endanlegu samkomulagi. Samtökin minna loks á nokkur áhersluatriða sinna, svo sem það að engir tollar á iðnaðarvörur verði hærri en 15%, og lýsa eindregnum stuðningi sínum við viðræðurnar í von um að niðurstaða fáist sem verði öllum til hagsbóta.

Sjá fréttatilkynningu UNICE á vef samtakanna (dags. 2. ágúst).

Samtök atvinnulífsins