Vinnumarkaður - 

23. febrúar 2023

Undanþágur frá verkbanni SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Undanþágur frá verkbanni SA

Á fundi undanþágunefndar Samtaka atvinnulífsins, vegna verkbanns SA á félagsmenn Eflingar, var eftirfarandi samþykkt:

  1. Öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, njóta undanþágu frá verkbanni SA.
  2. Öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu, s.s. lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum, njóta undanþágu frá verkbanni SA.

Undanþágur þessar eru veittar án sérstakra umsókna frá hlutaðeigandi aðilum.

Undanþágunefnd hefur einnig ákveðið að umsóknir aðila sem Efling - stéttarfélag hefur þegar veitt, verði samþykktar af hálfu undanþágunefndar SA.

Fyrir frekari upplýsingar og umsóknir um undanþágur sendið póst á netfangið verkbann@sa.is

Undanþágur frá verkbanni.

Samtök atvinnulífsins