Fréttir - 

20. júní 2019

Umskipti í flutningum á Norðurslóðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Umskipti í flutningum á Norðurslóðum

Á síðustu þremur mánuðum hafa verið undirritaðir nokkrir samningar um framkvæmdir á Norðurslóðum sem munu bylta flutningum á vörum og gögnum um svæðið. Þetta mun hafa áhrif á flutninganet Íslendinga til framtíðar og gjörbreyta vægi Norðurlanda og þá væntanlega á kostnað Rotterdam og meginlands Evrópu.

Á síðustu þremur mánuðum hafa verið undirritaðir nokkrir samningar um framkvæmdir á Norðurslóðum sem munu bylta flutningum á vörum og gögnum um svæðið. Þetta mun hafa áhrif á flutninganet Íslendinga til framtíðar og gjörbreyta vægi Norðurlanda og þá væntanlega á kostnað Rotterdam og meginlands Evrópu. 

Heiðar Guðjónsson, formaður Efnahagsráðs norðurskautsins, mun ræða um umskipti í flutningum á Norðurslóðum á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins fimmtudaginn 27. júní í Húsi atvinnulífsins kl. 8.30-9.30.

Skipafélög hafa nú þegar hafið reglulega gámaflutninga um Norðausturleiðina, frá Kyrrahafi norður fyrir Rússland og til Evrópu. Samhliða er verið að byggja upp net ljósleiðara um Norðausturleiðina sem bæta fjarskipti á svæðinu en umfram allt einfalda gagnaflutninga á milli Evrópu og Asíu og þar með uppbyggingu gagnavera á Norðurslóðum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins stýrir fundinum. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35 í salnum Hyl á 1. hæð.

SKRÁNING

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins