Efnahagsmál - 

09. júlí 2009

Umsagnir SA til Alþingis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Umsagnir SA til Alþingis

Samtök atvinnulífsins vekja athygli á þremur umsögnum SA til Alþingis sem má nálgast á vef samtakanna. Um er að ræða umsagnir um frumvarp fjármálaráðherra vegna Icesave, frumvarp um Bankasýslu ríkisins og umsögn um tillögu að aðildarumsókn Íslands að ESB. Samtök atvinnulífsins styðja að gengið verði til samninga vegna Icesave og benda á að efnahagslegur kostnaður af því að fella samkomulagið gæti orðið mjög mikill. Lausn málsins sé þáttur í því að sköpun starfa geti hafist á ný á Íslandi.

Samtök atvinnulífsins vekja athygli á þremur umsögnum SA til Alþingis sem má nálgast á vef samtakanna. Um er að ræða umsagnir um frumvarp fjármálaráðherra vegna Icesave, frumvarp um Bankasýslu ríkisins og umsögn um tillögu að aðildarumsókn Íslands að ESB. Samtök atvinnulífsins styðja að gengið verði til samninga vegna Icesave og benda á að efnahagslegur kostnaður af því að fella samkomulagið gæti orðið mjög mikill. Lausn málsins sé þáttur í því að sköpun starfa geti hafist á ný á Íslandi.

SA eru andvíg því að frumvarp um Bankasýslu ríkisins verði að lögum og mælast til þess að umfjöllun um það verði frestað þar til skipulag og eignarhald á fjármálamarkaði liggur skýrar fyrir og þá verði endurmetið hvort þörf sé á sérstakri Bankasýslu eða hvort ríkið geti sinnt eigendahlutverki sínu með einfaldari og ódýrari hætti.

Varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB undirstrika SA að EES-samningurinn verði ekki vanræktur en slíkt geti reynst íslensku atvinnulífi dýrkeypt. SA fagna því að stjórnvöld hyggist hafa víðtækt samráð við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir hugsanlegar aðildarviðræður við ESB.  Skiptar skoðanir eru innan SA um hvort sækja beri um aðild að ESB.

Umsögn SA um frumvarp fjármálaráðherra (PDF)

Umsögn SA um Bankasýslu ríkisins (PDF)

Umsögn um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að ESB

Samtök atvinnulífsins