Vinnumarkaður - 

09. Nóvember 2005

Umræður um launamun kynjanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Umræður um launamun kynjanna

Umræðan um kynbundinn launamun fer víðar fram en hér á landi. Hér á vef SA var nýlega fjallað um rannsókn SN, sænsku samtaka atvinnulífsins, sem þau unnu úr gögnum um launagreiðslur til einnar og hálfrar milljónar starfsmanna aðildarfyrirtækja sinna. Samkvæmt þeirri rannsókn var ekkert sem studdi fullyrðingar um að konum væri mismunað í launum heldur skýrðist munur á reglulegum launum karla og kvenna að mestu af menntun, starfsvali, aldri og tegund fyrirtækis. Þetta er rifjað upp í nýlegu fréttabréfi SN þar sem jafnframt er fjallað um rannsókn Arbetsgiververket, vinnuveitendastofnunar ríkisins í Svíþjóð, á launamun kynjanna hjá ríkinu.

Umræðan um kynbundinn launamun fer víðar fram en hér á landi. Hér á vef SA var nýlega fjallað um rannsókn SN, sænsku samtaka atvinnulífsins, sem þau unnu úr gögnum um launagreiðslur til einnar og hálfrar milljónar starfsmanna aðildarfyrirtækja sinna. Samkvæmt þeirri rannsókn var ekkert sem studdi fullyrðingar um að konum væri mismunað í launum heldur skýrðist munur á reglulegum launum karla og kvenna að mestu af menntun, starfsvali, aldri og tegund fyrirtækis. Þetta er rifjað upp í nýlegu fréttabréfi SN þar sem jafnframt er fjallað um rannsókn Arbetsgiververket, vinnuveitendastofnunar ríkisins í Svíþjóð, á launamun kynjanna hjá ríkinu.

Opinberir starfsmenn: 1,5% óútskýrður launamunur
Rannsókn Arbetsgiververket á launum ríkisstarfsmanna í Svíþjóð árið 2004 leiðir í ljós að þótt konur séu með 14,7% lægri laun en karlar þá standi einungis 1,5% launamunur eftir þegar búið er að leiðrétta fyrir þætti á borð við vinnutíma, reynslu, eðli starfa og eðli verkefna. Nánar tiltekið þá setur stofnunin þessa leiðréttingu fram í 7 skrefum:


 

Skref

Skýring

Óútskýrt

1. Munur á heildarlaunum

-

14,7

2. Áhrif mislangs vinnutíma 

2,6

12,1

3. Áhrif stöðu  (yfir- eða undirmaður)

1,3

 10,8

4. Áhrif mismunandi krefjandi verkefna (svårighetsnivå)

4,7 

6,1

5. Áhrif mismunandi eðlis starfa (arbetsinnehåll)

2,8

3,3

6. Áhrif ólíkra vinnustaða (myndighet)

0,9

2,5

 7. Menntun, reynsla... (einstaklingsbundnir þættir)

0.9

1,5Fyrir um tveimur árum greindu SA frá rannsókn sem unnin var fyrir dönsku samtök atvinnulífsins, DA, og danska alþýðusambandið, LO, sem leiddi í ljós 19% mun á heildarlaunum karla og kvenna en einungis 3-7% óútskýrðan launamun. Þar var á ferðinni samkeyrsla launatalna við ýmis gögn úr þjóðskrá. Ári áður hafði könnun sem unnin var hérlendis fyrir Jafnréttisráð og Nefnd um efnahagsleg völd kvenna sýnt óútskýrðan launamun upp á 7-11%, en hér á landi eru slíkir gagnagrunnar því miður ekki eins fullkomnir og í þessum viðmiðunarlöndum. Má nefna upplýsingar um menntun og uppsafnaðan starfsaldur sem dæmi í því sambandi.

Raunverulegar skýringar annars staðar?
Skýringar á mældum launamun kynja í Svíþjóð liggja sem sagt í því að karlar eru í hærra starfshlutfalli að jafnaði og vinna meiri yfirvinnu. Þeir eru oftar yfirmenn og ef þeir eru yfirmenn hafa þeir að jafnaði fleiri undirmenn og meiri fjárráð en konur. Þá vinna hlutfallslega fleiri karlar í stofnunum eða fyrirtækjum sem greiða há laun en konur og einstaklingsbundnir þættir eru þeim einnig í hag. Vissulega vakna ákveðnar spurningar við slíkar niðurstöður. Hvers vegna eru t.d. karlar oftar í stjórnunarstöðum og með umfangsmeiri og meira krefjandi verkefni en konur hjá ríkinu í Svíþjóð? Er skýringar að einhverju leyti að finna í félagsgerðinni, aðstæðum og eiginleikum sem ekki er unnt að mæla í tölfræðirannsóknum?

Hvað sem því líður þá er það mikilvæg staðreynd að unnt er að finna skýringar á mældum launamun kynjanna í heilu þjóðfélagi eins og Svíþjóð, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, með tölfræðilegum aðferðum. Lykillinn að þeirri niðurstöðu er gagnagrunnur með upplýsingum um alla þá þætti sem máli skipta við ákvörðun launa. Ef mikilvægar skýringarbreytur vantar í rannsókn á launamun kynja, á borð við þær sem mest vægi hafa í sænsku rannsóknunum (eðli starfa, hversu krefjandi þau eru) þá er hætt við að niðurstöður verði bjagaðar í þá veru að fjarvera þessara skýringarþátta verði túlkaðar sem óútskýrður launamunur og þar með ómálefnaleg mismunun milli kynja. 

Samtök atvinnulífsins