Samkeppnishæfni - 

01. Desember 2006

Umhverfisráðuneytið einfaldar reglur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Umhverfisráðuneytið einfaldar reglur

Samkvæmt reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla hefur þess verið krafist að efni sem notuð eru til þrifa og gerileyðinga skuli samþykkt af Umhverfisstofnun. Nú hefur verið birt í Stjórnartíðindum ný reglugerð sem gerir að verkum að ekki þarf lengur að leita samþykkis Umhverfisstofnunar. Eftir sem áður ber framleiðendum að gæta þess að eiturefni og hættuleg efni berist ekki í matvæli og gæta þess að matvæli óhreinkist ekki eða spillist.

Samkvæmt reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla hefur þess verið krafist að efni sem notuð eru til þrifa og gerileyðinga skuli samþykkt af Umhverfisstofnun. Nú hefur verið birt í Stjórnartíðindum ný reglugerð sem gerir að verkum að ekki þarf lengur að leita samþykkis Umhverfisstofnunar. Eftir sem áður ber framleiðendum að gæta þess að eiturefni og hættuleg efni berist ekki í matvæli og gæta þess að matvæli óhreinkist ekki eða spillist.

Samtök atvinnulífsins