Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 9. október 2019 í Hörpu. Skráning er í fullum gangi á vef SA en boðið er upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá og vissara að tryggja sér sæti sem fyrst.

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10 þegar gert verður kaffihlé. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019, fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað.

Dagskráin heldur áfram með hvetjandi sögum af fyrirtækjum kl. 10.30 og stendur til kl. 12.

DAGSKRÁ FYRRI HLUTA

Setning
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Umhverfismál og auðlindanýting á Norðurslóðum
Heiðar Guðjónsson, formaður Efnahagsráðs Norðurskautsins.

Loftslagsbreytingar, lífríki hafsins og auðlindir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Loftslagsbreytingar og fjárfestingar
Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2019
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin.

Kaffihlé kl. 10-10.30

DAGSKRÁ SEINNI HLUTA

Samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samstarfsvettvangsins.

Jákvæðar fyrirmyndir
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Farfugla

Úrgangsmál, samkeppni og hringrásarhagkerfið
Bryndís Skúladóttir, verkfræðingur hjá VSÓ

Orkuskipti í flutninga- og hópferðabílum
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku.

Aðlögun að loftslagsbreytingum
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna ohf.

12.00 Súpa, spjall og netagerð

Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri Samtaka iðnaðarins í menntamálum.

SkráningUpptökur frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2018 eru aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vef SA. Toyota var valið umhverfisfyrirtæki ársins og Skinney Þinganes fékk verðlaun fyrir framtak ársins. Loftslagsmál, alþjóðaviðskipti og grænar lausnir atvinnulífsins voru þar í kastljósinu.