Efnahagsmál - 

19. Júní 2008

Um verkfallsboðanir Félags íslenskra flugumferðastjóra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Um verkfallsboðanir Félags íslenskra flugumferðastjóra

Félags íslenskra flugumferðastjóra (FÍF) hefur boðað til 20 sjálfstæðra verkfalla frá 27. júní - 20. júlí til að knýja á um samþykkt krafna þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og Flugstoðir ohf. Í aðalatriðum fela kröfur félagsins í sér u.þ.b. 30% sérstaka hækkun launa auk ýmissa breytinga sem leiða myndu til verulegra skertra stjórnunarheimilda ef á þær yrði fallist. Launakrafa félagsins er byggð á túlkun á 11 ára gamalli úttekt á réttarstöðu flugumferðastjóra sem unninn var á grundvelli þess að flugumferðastjórar höfðu í reynd ekki verkfallsrétt á þeim tíma. Í ljósi þess er skýrt að umrædd úttekt hefur enga þýðingu nú í viðræðum FÍF við Samtök atvinnulífsins og Flugstoðir ohf.

Félags íslenskra flugumferðastjóra (FÍF) hefur boðað til 20 sjálfstæðra verkfalla frá 27. júní - 20. júlí til að knýja á um samþykkt krafna þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og Flugstoðir ohf. Í aðalatriðum fela kröfur félagsins í sér u.þ.b. 30% sérstaka hækkun launa auk ýmissa breytinga sem leiða myndu til verulegra skertra stjórnunarheimilda ef á þær yrði fallist. Launakrafa félagsins er byggð á túlkun á 11 ára gamalli úttekt á réttarstöðu flugumferðastjóra sem unninn var á grundvelli þess að flugumferðastjórar höfðu í reynd ekki verkfallsrétt á þeim tíma. Í ljósi þess er skýrt að umrædd úttekt hefur enga þýðingu nú í viðræðum FÍF við Samtök atvinnulífsins og Flugstoðir ohf.

Samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna námu heildarmánaðarlaun flugumferðarstjóra að meðaltali 809 þúsund krónum í júní 2007 sem skiptust þannig að dagvinnulaun voru 450 þúsund, vaktavinnu- og önnur laun 188 þúsund og yfirvinnulaun 171 þúsund. Kaupmáttur dagvinnulauna hópsins hafði vaxið um 172% frá árinu 1990 samanborið við 102% hjá opinberum starfsmönnum í heild. Þessar tölur sýna ljóslega að hópurinn er vel settur miðað við aðra og hefur notið hagstæðrar þróunar á undaförnum einum og hálfa áratug.

Samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins og Flugstoða hafa staðið frá janúar síðastliðnum. Í þeim viðræðum hafa flugumferðastjórum verið boðnir skammtímasamningar sem eru sambærilegir við þá samninga sem aðrar flugstéttir hafa samþykkt á undanförum mánuðum. Einnig hafa þeim verið boðnir samningar til lengri tíma, allt að fjögurra ára. Samtök atvinnulífsins og Flugstoðir hafa teygt sig eins langt og mögulegt er í viðleitni sinni til að ná samningi við flugumferðastjóra. Því miður hafa þær tilraunir ekki borið neinn árangur.

Félag íslenskra flugumferðastjóra verður að gera sér grein fyrir því að sérstök launahækkun þeim til handa myndi vega að þeirri launastefnu sem myndast hefur og mynda nýja viðmiðun. Samtök atvinnulífsins bera þá ábyrgð gagnvart stéttarfélögum sem þegar hafa samið að  launastefnan standist. Ný launastefna með meiri hækkunum en þegar hefur verið samið um myndi stuðla að enn frekari verðbólgu og stuðla að versnandi efnahagsástandi. Verkföll flugumferðarstjóra munu valda íslensku efnahagslífi miklu tjóni og skaða orðspor þjóðarinnar. Það er það síðasta sem þjóðarbúið þarf á að halda nú.

Samtök atvinnulífsins