Samkeppnishæfni - 

29. Apríl 2015

Tryggingagjöld aldrei hærri

Skattamál

Skattamál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tryggingagjöld aldrei hærri

Áætlað er að tryggingagjöld sem lögð eru á laun til að standa undir ýmsum kostnaði ríkisins verði rúmir 80 milljarðar króna að raungildi árið 2015 og hafi aldrei verið hærri. Stöðugt streyma frá ríkinu tillögur um nýja skatta og álögur á fyrirtæki og almenning í landinu. Frá því síðastliðið haust hafa birst áform um fjölda skatta og hefur Alþingi þegar samþykkt einhverja þeirra en aðrir bíða samþykktar.

Áætlað er að tryggingagjöld sem lögð eru á laun til að standa undir ýmsum kostnaði ríkisins verði rúmir 80 milljarðar króna að raungildi árið 2015 og hafi aldrei verið hærri. Stöðugt streyma frá ríkinu tillögur um nýja skatta og álögur á fyrirtæki og almenning í landinu. Frá því síðastliðið haust hafa birst áform um fjölda skatta og hefur Alþingi þegar samþykkt einhverja þeirra en aðrir bíða samþykktar.

Með tillögu um flutning netöryggissveitar frá Póst-og fjarskiptastofnun til lögregluyfirvalda fylgdi tillaga um nýtt netöryggisgjald. Frumvarp um nýjan orkuskatt til að jafna orkukostnað er til umfjöllunar. Fiskistofa á að innheimta ný gjöld til að standa undir þjónustu sem fyrirtækin hafa þegar greitt fyrir með veiðigjaldi. Ætlunin er að framvegis verði þjóðskráin fjármögnuð með sérstökum skatti. Lögð hafa verið fram frumvörp um stórauknar gjaldtöku- og eftirlitsheimildir Samgöngustofu. Og umhverfis- og auðlindaráðherra vill leggja á nýjan vatnsskatt.

Háskattaeyja
Þótt jákvætt sé að vörugjöld hafi verið aflögð og veiðigjöld lækkuð þá er Ísland háskattaland. Nauðsynlegt er að fylgja ákveðinni stefnu til að lækka skatta og auka svigrúm einstaklinga og fyrirtækja til að auka umsvif sín, fjárfestingar, nýsköpun, vöruþróun og efla markaðssókn. Það skilar sér líka í auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga.

Góð fyrirheit mátti finna í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að hún „…beiti sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.“ Því miður hefur ekki mikið borið á þessu í framkvæmd.

Samtök atvinnulífsins