Tölum saman í Reykjanesbæ

Fundaröð Samtaka atvinnulífsins um Ísland heldur áfram í dag með opnum hádegisfundi í Reykjanesbæ. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði og ræða svigrúm til launahækkana næstu árin.

Fundur SA er á Park Inn Radisson kl. 12.00-13.30, þriðjudaginn 30. október.

Allir eru velkomnir og boðið verður upp á létta hádegishressingu en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Skráning