Menntamál - 

24. Febrúar 2015

Tíu viðskiptahugmyndir keppa um Gulleggið 2015

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tíu viðskiptahugmyndir keppa um Gulleggið 2015

Keppnin um Gulleggið 2015 stendur nú yfir og hafa tíu viðskiptahugmyndir verði valdar sem keppa til úrslita laugardaginn 7. mars. Þá mun fólkið á bak við hugmyndirnar kynna þær fyrir dómnefnd en úrslit verða kynnt kl. 16 á Háskólatorginu í Háskóla Íslands. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum Gulleggsins sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja.

Keppnin um Gulleggið 2015 stendur nú yfir og hafa tíu viðskiptahugmyndir verði valdar sem keppa til úrslita laugardaginn 7. mars. Þá mun fólkið á bak við hugmyndirnar kynna þær fyrir dómnefnd en úrslit verða kynnt kl. 16 á Háskólatorginu í Háskóla Íslands. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum Gulleggsins sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja.

Alls tóku 570 manns þátt í fjölbreyttum vinnusmiðjum í janúar og febrúar þar sem þátttakendur keppninnar kynntu sér gerð viðskiptáætlana, stofnun og rekstur fyrirtækja. Eftir standa tíu snjallar hugmyndir sem keppa um Gulleggið 2015:

Appsláttur - App sem minnir þig á afsláttinn.

e1 - Deilihagkerfi hleðslustöðva fyrir rafbíla.

Future Habits – Smáforrit sem kennir krökkum á aldrinum þriggja til sjö ára næringarfræði með myndrænum hætti.

Jungle Bar - Orkustykki sem nýtir prótein úr skordýrum.

Mekano ehf. - Samsett fjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og USB lágspennutækja.

Námsefnisbankinn - Safnar saman verkefnum útbúin af kennurum sem einfalt er að sækja og leggja fyrir.

Rofar Technology ehf. - Endurhannar staðalinn fyrir stýringu ljósa og heimilistækja eins og Apple endurhannaði snjallsímann.

Sparta - Veflausn sem aðstoðar fólk að finna, halda utan um og skrá tölfræði tengda íþróttaviðburðum.

Strimillinn - Miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi.

Verðgreinir - Einfalt kostnaðarbókhaldskerfi, hannað fyrir snjalltæki, ætlað fyrir sjálfstætt starfandi verktaka.

Sjá nánar á vef Gulleggsins

Samtök atvinnulífsins