Efnahagsmál - 

09. ágúst 2011

Tími skattahækkana er liðinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tími skattahækkana er liðinn

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tíma skattahækkana í landinu liðinn og SA muni berjast gegn frekari skattahækkunum. Þetta kemur fram á mbl.is en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fullyrti að rætt hafi verið innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli til að vinna á hallanum á rekstri ríkissjóðs.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tíma skattahækkana í landinu liðinn og SA muni berjast gegn frekari skattahækkunum. Þetta kemur fram á mbl.is en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fullyrti að rætt hafi verið innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli til að vinna á hallanum á rekstri ríkissjóðs.

Vilhjálmur segir á mbl.is útspil ríkisstjórnar í raun ekki koma á óvart. "Við vitum að þegar ríkissjóður er rekinn með þessum halla og á meðan ekki næst að ná hagvextinum upp í fjögur til fimm prósent á ári, þá verður þetta viðvarandi viðfangsefni," segir Vilhjálmur og bætir við að Samtök atvinnulífsins séu mjög andsnúin skattahækkunum.

"Við teljum að ríkið þurfi að draga saman seglin og skera niður því þegar til lengri tíma er litið þarf ríkið að stilla sig af miðað við umfang hagkerfisins," segir hann og bætir við að vilji ríkisstjórnin ekki koma fjárfestingum, atvinnulífinu og vegaframkvæmdum af stað þá hljóti að vera rökrétt að stilla umfang ríkisins af í stað skattahækkana.

"Það bitnar allt harkalega á heimilunum og fyrirtækjunum í landinu á meðan að það er nánast stefna að það megi ekki auka hagvöxtinn."

Samtök atvinnulífsins