Efnahagsmál - 

06. apríl 2009

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á VSK

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á VSK

Vegna áframhaldandi truflana á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið beindi fjármálaráðuneytið þeim tilmælum til skattstjóra í dag að fella niður tímabundið álag vegna skila á virðisaukaskatti sem er á gjalddaga 6. apríl 2009. Gildir niðurfellingin í átta daga eða til 14. apríl 2009.

Vegna áframhaldandi truflana á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið beindi fjármálaráðuneytið þeim tilmælum til skattstjóra í dag að fella niður tímabundið álag vegna skila á virðisaukaskatti sem er á gjalddaga 6. apríl 2009. Gildir niðurfellingin í átta daga eða til 14. apríl 2009.

Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu er vakin athygli á því að í tvígang hafi verið beint samskonar tilmælum til skattstjóra vegna síðustu uppgjörstímabila virðisaukaskatts. "Jafnframt voru nýverið á Alþingi samþykkt lög sem kveða á um ákveðinn greiðslufrest á aðflutningsgjöldum (þ.m.t. virðisaukaskatts) vegna uppgjörstímabila á árinu 2009. Standa því vonir til þess að ekki reynist þörf á frekari tilslökunum vegna skila á virðisaukaskatti á næstu mánuðum," segir í tilkynningunni.

Sjá nánar á vef fjármálaráðuneytis

Samtök atvinnulífsins