Efnahagsmál - 

29. Janúar 2009

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti (1)

Vegna áframhaldandi truflana sem orðið hafa á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið telur fjármálaráðuneytið að gildar ástæður séu til að fella tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti fyrir uppgjörstímabilið nóvember og desember 2008. Hefur ráðuneytið í dag því beint þeim tilmælum til skattstjóra að fellt verði tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem á gjalddaga er 5. febrúar 2009 og gildi sú niðurfelling í átta daga eða til 13. febrúar 2009.

Vegna áframhaldandi truflana sem orðið hafa á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið telur fjármálaráðuneytið að gildar ástæður séu til að fella tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti fyrir uppgjörstímabilið nóvember og desember 2008. Hefur ráðuneytið í dag því beint þeim tilmælum til skattstjóra að fellt verði tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem á gjalddaga er 5. febrúar 2009 og gildi sú niðurfelling í átta daga eða til 13. febrúar 2009.

Sjá nánar á vef fjármálaráðuneytis

Samtök atvinnulífsins