Efnahagsmál - 

14. október 2008

Tímabært að ná samkomulagi við IMF

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tímabært að ná samkomulagi við IMF

Það er mikilvægt fyrir Ísland að ná samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um aðstoð sem allra fyrst að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Íslendingar verði fyrir tjóni á hverjum degi á meðan yfirstandandi gjaldeyriskreppa vari þar sem fyrirtæki geti ekki átt eðlileg viðskipti við útlönd. Viðskiptasambönd og traust íslenskra fyrirtækja sé í hættu og afar brýnt að IMF komi að því að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð sem megi nota til að styrkja gengi krónunnar og koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum.

Það er mikilvægt fyrir Ísland að ná samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um aðstoð sem allra fyrst að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Íslendingar verði fyrir tjóni á hverjum degi á meðan yfirstandandi gjaldeyriskreppa vari þar sem fyrirtæki geti ekki átt eðlileg viðskipti við útlönd. Viðskiptasambönd og traust íslenskra fyrirtækja sé í hættu og afar brýnt að IMF komi að því að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð sem megi nota til að styrkja gengi krónunnar og koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum.

Rætt var við Vilhjálm í Speglinum og Kastljósinu í kvöld um aðkomu IMF. Vilhjálmur segir að í tilviki Íslendinga myndi aðkoma sjóðsins einkum felast í því að koma hér upp gjaldeyrisvarasjóði sem myndi nýtast við að hækka gengi krónunnar, skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og leggja grunn að endurreisn fjármálakerfisins. Þetta þurfi að gerast.

Sjá nánar:

Viðtal við Vilhjálm í Speglinum 14. október

Umræður í Kastljósinu 14. október

Samtök atvinnulífsins