Tilslökun í ríkisfjármálum ógn við stöðugleikann

Undanfarin ár hefur afkoma ríkisins verið lakari en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Ef markmið ríkisfjármála nást ekki á komandi árum ógnar það efnahagslegum stöðug-leika, segir Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins í grein á vef samtakanna.