Efnahagsmál - 

12. September 2006

Tillögum skilað um „Einfaldara Ísland“

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tillögum skilað um „Einfaldara Ísland“

Starfshópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem forsætisráðherra skipaði til að undirbúa aðgerðaáætlunina "Einfaldara Ísland" hefur skilað tillögum sínum. Meginmarkmið áætlunarinnar, sem kynnt var í stefnuræðu forsætisráðherra haustið 2005, verður einföldun laga og reglna, ekki síst til þess að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Starfshópurinn leggur til aðgerðaáætluninni verði markaður þriggja ára tímarammi.Tekin verði upp samræmd vinnubrögð hjá ráðuneytunum um samráð við hagsmunaaðila og aðra sem löggjöf snertir áður en frumvörp eru lögð fram á Alþingi. Þá er hvatt til þess að betur verði hugað að áhrifum löggjafar áður en reglur eru settar. Nú þegar er lagt mat á áhrif fyrirhugaðrar lagasetningar á kostnað ríkissjóðs og tekjur og útgjöld sveitarfélaga. Æskilegt er samkvæmt starfshópnum að í auknum mæli verði lagt mat á kostnað fyrirtækja af nýrri löggjöf, hvort stjórnsýslan sé í stakk búin til að sinna nýjum eða breyttum verkefnum og loks hver séu áhrif löggjafar á borgarana. Þá er lagt til að hvert ráðuneyti geri langtímaáætlun um einföldun laga og reglna á þeim sviðum sem undir þau heyra. Slíkar áætlanir tilgreini forgangsmálaflokka þar sem þörf er á einföldun og samræmingu og setji raunhæf og mælanleg markmið.

Starfshópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem forsætisráðherra skipaði til að undirbúa aðgerðaáætlunina "Einfaldara Ísland" hefur skilað tillögum sínum. Meginmarkmið áætlunarinnar, sem kynnt var í stefnuræðu forsætisráðherra haustið 2005, verður einföldun laga og reglna, ekki síst til þess að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Starfshópurinn leggur til aðgerðaáætluninni verði markaður þriggja ára tímarammi.Tekin verði upp samræmd vinnubrögð hjá ráðuneytunum um samráð við hagsmunaaðila og aðra sem löggjöf snertir áður en frumvörp eru lögð fram á Alþingi. Þá er hvatt til þess að betur verði hugað að áhrifum löggjafar áður en reglur eru settar. Nú þegar er lagt mat á áhrif fyrirhugaðrar lagasetningar á kostnað ríkissjóðs og tekjur og útgjöld sveitarfélaga. Æskilegt er samkvæmt starfshópnum að í auknum mæli verði lagt mat á kostnað fyrirtækja af nýrri löggjöf, hvort stjórnsýslan sé í stakk búin til að sinna nýjum eða breyttum verkefnum og loks hver séu áhrif löggjafar á borgarana. Þá er lagt til að hvert ráðuneyti geri langtímaáætlun um einföldun laga og reglna á þeim sviðum sem undir þau heyra. Slíkar áætlanir tilgreini forgangsmálaflokka þar sem þörf er á einföldun og samræmingu og setji raunhæf og mælanleg markmið.

Tillögurnar eru nú til meðferðar á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Fulltrúi SA í starfshópnum var Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna. Sjá nánar á vef forsætisráðuneytisins.

Samtök atvinnulífsins