Vinnumarkaður - 

13. nóvember 2006

Tilkynningarskylda vegna ráðningar erlendra starfsmanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tilkynningarskylda vegna ráðningar erlendra starfsmanna

SA vilja minna fyrirtæki á að tilkynna skal til Vinnumálastofnunar (VMST) um ráðningu ríkisborgara frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi eða Ungverjalandi. Í tilkynningunni skal koma fram nafn atvinnurekanda, kennitala og heimilisfang ásamt nafni hins erlenda starfsmanns, kennitölu og aðsetri hans hér á landi og afrit ráðningarsamnings sem tryggi starfsmanninum laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Tilkynningin skal berast VMST innan tíu virkra daga frá ráðningu starfsmanns frá framangreindum löndum. Tilkynningarskyldan gildir frá 1. maí 2006 til 1. maí 2009 skv. bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 21/2006 um atvinnuréttindi útlendinga.

SA vilja minna fyrirtæki á að tilkynna skal til Vinnumálastofnunar (VMST) um ráðningu ríkisborgara frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi eða Ungverjalandi. Í tilkynningunni skal koma fram nafn atvinnurekanda, kennitala og heimilisfang ásamt nafni hins erlenda starfsmanns, kennitölu og aðsetri hans hér á landi og afrit ráðningarsamnings sem tryggi starfsmanninum laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Tilkynningin skal berast VMST innan tíu virkra daga frá ráðningu starfsmanns frá framangreindum löndum. Tilkynningarskyldan gildir frá 1. maí 2006 til 1. maí 2009 skv. bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 21/2006 um atvinnuréttindi útlendinga.

Þessi sérstaka tilkynningarskylda til VMST tók gildi samtímis því að ríkisborgarar framangreindra 8 ESB-ríkja voru undanþegnir atvinnuleyfum eins og aðrir EES borgarar á Íslandi. Það þarf hins vegar ekki að tilkynna VMST um ráðningu ríkisborgara frá öðrum EES ríkjum s.s. Norðurlöndunum eða Bretlandi. Þessi mismunur hefur greinilega valdið misskilningi því meira en 600 atvinnurekendur með meira en 2000 starfsmenn frá framangreindum 8 nýju ESB-ríkjum hafa vanrækt þessa tilkynningarskyldu til VMST. Þetta kom ljós þegar útgefnar kennitölur til erlendra starfsmanna voru bornar saman við tilkynningar til VMST. Mjög auðvelt er að sinna þessari tilkynningarskyldu en sérstakur linkur er á vef VMST. Vísvitandi brot á tilkynningarskyldunni varða dagssektum allt að 50 þús. kr. á dag. skv. framangreindu bráðabirgða lagaákvæði.

Samtök atvinnulífsins