Efnahagsmál - 

02. Oktober 2019

Tilefni til frekari lækkunar vaxta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tilefni til frekari lækkunar vaxta

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur lækkað stýrivexti úr 3,5% í 3,25%. Hafa stýrivextir bankans nú lækkað um 1,25% á síðustu fjórum vaxtaákvörðunarfundum frá því í maí sl. Samtök atvinnulífisins fagna því að áfram sé haldið í vaxtalækkunarferlinu sem en telja þó sterk rök fyrir því að ganga hefði mátt lengra í þetta skiptið. Þrátt fyrir vaxtalækkunina í morgun er aðhaldið enn talsvert og mikilvægt að lækka vexti meira og hraðar nú þegar óvissa er mikil og samdráttur mælist á mörgum sviðum. Aukinn slaki er nú í efnahagslífinu, störfum fækkar og atvinnuleysi eykst. Blikur eru víða á lofti og efnahagshorfur í mörgum nágrannaríkjum hafa breyst til hins verra.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur lækkað stýrivexti úr 3,5% í 3,25%. Hafa stýrivextir bankans nú lækkað um 1,25% á síðustu fjórum vaxtaákvörðunarfundum frá því í maí sl. Samtök atvinnulífisins fagna því að áfram sé haldið í vaxtalækkunarferlinu sem en telja þó sterk rök fyrir því að ganga hefði mátt lengra í þetta skiptið. Þrátt fyrir vaxtalækkunina í morgun er aðhaldið enn talsvert og mikilvægt að lækka vexti meira og hraðar nú þegar óvissa er mikil og samdráttur mælist á mörgum sviðum. Aukinn slaki er nú í efnahagslífinu, störfum fækkar og atvinnuleysi eykst. Blikur eru víða á lofti og efnahagshorfur í mörgum nágrannaríkjum hafa breyst til hins verra.

Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði eru mikilvægar og til þess fallnar að styðja við íslenskt atvinnulíf í því krefjandi rekstrarumhverfi sem við blasir. Af því sögðu er jákvætt að vextir hafi verið lækkaðir í dag, engu að síður er það mat SA að efnahags- og verðbólguhorfur hafi veitt tilefni til frekari lækkunar vaxta í morgun.  

Enn töluvert aðhald

Þegar aðhald peningastefnunnar er til umræðu er mikilvægt að horft sé til þeirra stjórntækja sem Seðlabankinn hefur í vopnabúri sínu.

Má þar nefna háar kröfur um eiginfjárauka í bankakerfinu. Áhrif þeirra eru að útlánageta bankanna verður minni og útlánavextir hærri en ella. Ákveðið hefur verið að hækka eiginfjárauka þriggja stærstu viðskiptabankanna enn frekar í tveimur skrefum, fyrri hækkunin kom fram í maí sl. og sú seinni verður í janúar 2020. Er þessi hækkun óheppilega tímasett í miðri niðursveiflu þar sem hún dregur enn frekar úr útlánagetu bankanna og versna þar með vaxtakjör sem viðskiptavinum bjóðast.

Annað dæmi sem nefna má eru hinir háu sértæku skattar sem lagðir eru á bankakerfið. Hvergi innan Evrópu eru fjármálafyrirtæki skattlögð meira en á Íslandi. Í vor tilkynntu stjórnvöld að þau myndu fresta lækkun bankaskattsins. Voru það veruleg vonbrigði enda hefur slík skattheimta bein áhrif á þau vaxtakjör sem fyrirtækjum og heimilum bjóðast.

Hagkerfið kólnar og mikilvægt að í umræðu um hið peningalega aðhald séu allir mælikvarðar teknir til skoðunar þannig að tryggt sé að hagkerfið sé ekki kælt of hratt og of mikið í miðri niðursveiflu. Hrein ný útlán bankakerfisins til fyrirtækja hafa dregist hratt saman saman. Það er áhyggjuefni og gæti haft veruleg áhrif á fjárfestingu og nýsköpun í landinu og stuðlað að enn dýpri niðursveiflu en ella.

 

Samtök atvinnulífsins