Vinnumarkaður - 

11. nóvember 2004

Þrýstingur vex á að flytja starfsemi úr landi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þrýstingur vex á að flytja starfsemi úr landi

Forsvarsmenn breskra fyrirtækja segja þrýsting fara vaxandi í þá veru að hluti starfseminnar verði færður úr landi, og þá alla jafna til svæða þar sem launakostnaður er lægri sem og kostnaður vegna opinberrar reglubyrði. Á móti kemur hins vegar að annars konar störf skapast innan Bretlands, verðmætari störf sem krefjast ákveðinnar sérhæfingar og því mun þessi þróun stuðla að aukinni framleiðni, arðsemi og hagvexti, að mati fyrirtækjastjórnenda. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar könnunar sem unnin var fyrir CBI, bresku samtök atvinnulífsins, en könnunin náði til 150 breskra fyrirtækjastjórnenda sem samtals eru með um 750.000 manns í vinnu í Bretlandi og um tvær milljónir manna í heiminum öllum.

Forsvarsmenn breskra fyrirtækja segja þrýsting fara vaxandi í þá veru að hluti starfseminnar verði færður úr landi, og þá alla jafna til svæða þar sem launakostnaður er lægri sem og kostnaður vegna opinberrar reglubyrði. Á móti kemur hins vegar að annars konar störf skapast innan Bretlands, verðmætari störf sem krefjast ákveðinnar sérhæfingar og því mun þessi þróun stuðla að aukinni framleiðni, arðsemi og hagvexti, að mati fyrirtækjastjórnenda. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar könnunar sem unnin var fyrir CBI, bresku samtök atvinnulífsins, en könnunin náði til 150 breskra fyrirtækjastjórnenda sem samtals eru með um 750.000 manns í vinnu í Bretlandi og um tvær milljónir manna í heiminum öllum.

Fjórðungur að hugleiða flutning starfsemi

Alls sögðu 51% þátttakenda í könnuninni að þrýstingurinn á að færa hluta starfseminnar úr landi hefði aukist á síðast-liðnum tveimur árum, 21% sögðu hann hafa aukist mjög mikið. 30% sögðust þegar hafa tekið skref í þessa átt og tæpur fjórðungur er hugleiða slíka skref í framtíðinni.

Spurning um að lifa af

Haft er eftir Digby Jones, framkvæmdastjóra CBI, að fyrirtæki hafi ekki lengur mikið val í þessum efnum, þetta sé spurning um að lifa af. Þau sem kjósi að taka ekki þátt í þessari þróun verði einfaldlega undir í samkeppni við þau sem það geri. Hann leggur hins vegar áherslu á að hnattvæðingin sé jákvæð þróun fyrir Bretland og að ef rétt sé haldið á spöðunum skili þessi þróun fleiri og betri störfum til Bretlands. Það sem máli skipti sé að tryggja næga menntun breskra starfskrafta. Þá leggur hann áherslu á að stjórnvöld megi þrátt fyrir allt ekki stuðla að þeirri þróun að fyrirtæki flytji starfsemi úr landi og kvartar m.a. undan mikilli reglubyrði.

Sjá nánar á vef CBI (fréttatilkynning þar sem jafnframt má nálgast könnunina í heild).

Samtök atvinnulífsins