Vinnumarkaður - 

24. mars 2003

Þróun atvinnuleysis eftir fyrri störfum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þróun atvinnuleysis eftir fyrri störfum

Vinnumálastofnun hefur nú hafið flokkun atvinnulausra eftir fyrra starfi viðkomandi. Niðurstöður sýna að verkafólk er fjölmennast í hópi atvinnulausra, eða tæp 40%, en þar á eftir kemur afgreiðslu- og þjónustufólk, sem telur rúman fjórðung.

Vinnumálastofnun hefur nú hafið flokkun atvinnulausra eftir fyrra starfi viðkomandi.  Niðurstöður sýna að verkafólk er fjölmennast í hópi atvinnulausra, eða tæp 40%, en þar á eftir kemur afgreiðslu- og þjónustufólk, sem telur rúman fjórðung.

Á síðastliðnum tveimur árum hefur fólki á atvinnuleysisskrá fjölgað um 140%.  Hlutfallslega var aukningin mest hjá iðnaðarmönnum en í þeim hópi fjórfaldaðist atvinnuleysið. Þar á eftir komu sérmenntaðir starfsmenn, fiskimenn og stjórnendur með um 250% aukningu. Fjöldi sérfræðinga á atvinnuleysisskrá hefur rúmlega tvöfaldast.

(Smellið á myndina)


 

Samtök atvinnulífsins