Vinnumarkaður - 

15. Febrúar 2011

Þriðja hvert heimili orðið fyrir barðinu á atvinnuleysinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þriðja hvert heimili orðið fyrir barðinu á atvinnuleysinu

Í nýrri könnun Capacent kemur fram að atvinnuleysið hefur haft bein áhrif á nærri þriðja hvert heimili (31,8%) frá efnahagshruninu haustið 2008. Þetta eru sláandi niðurstöður að mati Samtaka atvinnulífsins og undirstrika mikilvægi þess að hefja nú þegar nýja atvinnusókn. Rúmlega þriðjungur (35%) þeirra sem misstu vinnuna hefur verið án atvinnu í hálft ár eða lengur, nærri fjórir af hverjum tíu (39%) hafa verið án atvinnu í 2-5 mánuði en 26% hafa verið atvinnulausir í einn mánuð eða minna. Í lok janúar 2011 voru 14.688 án vinnu skv. tölum Vinnumálastofnunar.

Í nýrri könnun Capacent kemur fram að atvinnuleysið hefur haft bein áhrif á nærri þriðja hvert heimili (31,8%) frá efnahagshruninu haustið 2008. Þetta eru sláandi niðurstöður að mati Samtaka atvinnulífsins og undirstrika mikilvægi þess að hefja nú þegar nýja atvinnusókn. Rúmlega þriðjungur (35%) þeirra sem misstu vinnuna hefur verið án atvinnu í hálft ár eða lengur, nærri fjórir af hverjum tíu (39%) hafa verið án atvinnu í 2-5 mánuði en 26% hafa verið atvinnulausir í einn mánuð eða minna. Í lok janúar 2011 voru 14.688 án vinnu skv. tölum Vinnumálastofnunar.

Um var að ræða netkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins dagana 2.-10. febrúar 2011. Í úrtakinu voru 1189 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 62,2%.

Samtök atvinnulífsins