Efnahagsmál - 

24. september 2011

Þorgerður Katrín: Þjóðin kjósi um ESB

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þorgerður Katrín: Þjóðin kjósi um ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður, tók þátt í umræðum um hagvaxtarhorfur í Evrópu og möguleg áhrif á Ísland á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sem fram fór föstudaginn 16. september sl. á Hótel Nordica. Þar sagði hún m.a. ástandið á evrópskum fjármálamörkuðum grafalvarlegt og spár sumra stórnmálamanna og sérfræðinga um mögulega framvindu hrollvekjandi. Þorgerður sagði sorglegt að fylgjast með umræðunni hér heima og erlendis þar sem ákveðnir aðilar hlakki yfir ástandinu vegna pólitískrar afstöðu til ESB. Það muni hins vegar allir tapa ef ekki takist að ná tökum á ástandinu og efnahagsumrótið í Evrópu snerti Ísland vissulega með beinum hætti.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður, tók þátt í umræðum um hagvaxtarhorfur í Evrópu og möguleg áhrif á Ísland á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins sem fram fór föstudaginn 16. september sl. á Hótel Nordica. Þar sagði hún m.a. ástandið á evrópskum fjármálamörkuðum grafalvarlegt og spár sumra stórnmálamanna og sérfræðinga um mögulega framvindu hrollvekjandi. Þorgerður sagði sorglegt að fylgjast með umræðunni hér heima og erlendis þar sem ákveðnir aðilar hlakki yfir ástandinu vegna pólitískrar afstöðu til ESB. Það muni hins vegar allir tapa ef ekki takist að ná tökum á ástandinu og efnahagsumrótið í Evrópu snerti Ísland vissulega með beinum hætti.

Þorgerður vék að aðildarumsókn Íslands að ESB og sagði það sína skoðun að þjóðin eigi að fá að kjósa um aðild að ESB að afloknum aðildarviðræðum. Ekki ætti að hafa það tækifæri af landsmönnum að taka afstöðu með eða á móti ESB - stjórnmálamenn eigi að einbeita sér að því að ná sem bestum aðildarsamningi fyrir Íslands sem almenningur geti svo tekið afstöðu til.

Frá umræðum á fundi SA og SI

Þorgerður sagði það sitt mat, ef horft væri til baka í sögu þjóðarinnar, að skref sem hafi verið stigin í átt til meira frjálræðis hafi reynst farsæl. T.d aðildin að EFTA 1972 en ekki síst aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 sem hafi verið einn af mikilvægari áföngum þjóðarinnar. Þorgerður sagði skrýtið á 21.öldinni að horfa upp á ákveðna aðila í íslenskum samfélagi berjast gegn auknum aðgangi þjóðarinnar að frjálsum markaði en íslenskt efnahagslíf þrífist á útflutningi og Evrópa sé og verði mikilvægasta markaðssvæði íslenskra fyrirtækja - hvort sem mönnum líki það betur eða verr.

Þorgerður sagði ekki hægt að neita því að ákveðinn árangur hafi náðst í efnahagsmálum á Íslandi frá haustinu 2008 en batinn hafi verið of lítill og hægur vegna pólitísks forystuleysis. Tækifærin hafi ekki verið nýtt sem skyldi og ríkisstjórnin hafi verið andsnúin nauðsynlegri erlendri fjárfestingu. Tækifæri til uppbyggingar hafi jafnvel glatast og ekki hafi tekist að skapa nægilega mörg ný störf sem sé nauðsynlegt við núverandi aðstæður. Þá væri mikilvægt að ná tökum á fjármálum hins opinbera og móta nýja peningastefnu til langs tíma og ásamt því að ná pólitískri sátt um gjaldmiðilsmálin. Þorgerður sagði mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum á Íslandi sem fyrst til að fyrirtæki geti starfað við eðlileg rekstrarskilyrði og brjóta verði niður þá múra sem hafi verið reistir á undanförnum misserum.

Þorgerður tók undir með Philippe de Buck, framkvæmdastjóra BUSINESSEUROPE, sem flutti opnunarerindi á fundinum um mikilvægi þess að auka samkeppnishæfni  með því að leggja rækt við nýsköpun og fjárfesta í menntun sem nýtist atvinnulífinu ásamt því að gera ákveðnar áherslubreytingar í menntakerfinu.

Í umræðunum tóku þátt auk Þorgerðar, Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels. Umræðum stýrði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Tengt efni:

Ræða Philippe de Buck á fundi SA og SI 16. september 2011

Fleiri fréttir af fundi SA og SI:

Már Guðmundsson: Lausafjárvandi en ekki greiðsluvandi í Evrópu

Árni Oddur: Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Ísland velkomið í ESB

Nýsköpun lykillinn að öflugum hagvexti og bættum lífskjörum

Evran staðið fyrir sínu og verður ekki kennt um kreppuna

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Samtök atvinnulífsins