Menntamál - 

26. Janúar 2006

Þjónustusamningur um Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þjónustusamningur um Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Undirritaður hefur verið þjónustusamningur Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og menntamálaráðuneytisins um rekstur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). Auk endurnýjunar á fyrri samningi um FA er nýr samningur gerður á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 15. nóvember 2005, sem gefin var út í tengslum við niðurstöðu um áframhaldandi gildi kjarasamninga. Í yfirlýsingunni er m.a. fjallað um sérstakt átak til að efla starfs- og endurmenntun ófaglærðra og einstaklinga sem litla menntun hafa, jafnframt því að bæta stöðu erlends starfsfólks í íslensku samfélagi. FA er með samningnum m.a. falið að útbúa námsefni og þjálfa leiðbeinendur í íslenskukennslu fyrir útlendinga; taka þátt í greiðslu kostnaðar af námskeiðahaldi og endurmenntun einstaklinga á vinnumarkaði sem leggja stund á nám sem byggir á námskrám sem FA hefur vottað og menntamálaráðuneytið staðfest; að halda áfram vinnu við þróun mats á raunfærni einstaklinga sem vija bæta við sig menntun; og að efla náms- og starfsráðgjöf fyrir ófaglærða og þá sem litla menntun hafa.

Undirritaður hefur verið þjónustusamningur Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og menntamálaráðuneytisins um rekstur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). Auk endurnýjunar á fyrri samningi um FA er nýr samningur gerður á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 15. nóvember 2005, sem gefin var út í tengslum við niðurstöðu um áframhaldandi gildi kjarasamninga. Í yfirlýsingunni er m.a. fjallað um sérstakt átak til að efla starfs- og endurmenntun ófaglærðra og einstaklinga sem litla menntun hafa, jafnframt því að bæta stöðu erlends starfsfólks í íslensku samfélagi. FA er með samningnum m.a. falið að útbúa námsefni og þjálfa leiðbeinendur í íslenskukennslu fyrir útlendinga; taka þátt í greiðslu kostnaðar af námskeiðahaldi og endurmenntun einstaklinga á vinnumarkaði sem leggja stund á nám sem byggir á námskrám sem FA hefur vottað og menntamálaráðuneytið staðfest; að halda áfram vinnu við þróun mats á raunfærni einstaklinga sem vija bæta við sig menntun; og að efla náms- og starfsráðgjöf fyrir ófaglærða og þá sem litla menntun hafa.

Umsaminn kostnaður vegna þessa nemur 100 m.kr. á árinu 2006 sem er viðbót við 66 m.kr. sem fyrir voru ætlaðar FA á fjárlögum samkvæmt fyrri þjónustusamningi. Samninginn undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Þorgeir Baldursson varaformaður SA og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ.

 

Samtök atvinnulífsins