Efnahagsmál - 

23. júní 2006

Þjóðartilraun til sáttar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þjóðartilraun til sáttar

„Þetta er þjóðartilraun til að ná verðbólgunni niður og ég hef fulla trú á því að það gangi upp. Það er mikill ásetningur okkar megin, hjá verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórninni að ná verðbólgunni niður á næsta ári," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta var eitthvað sem Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin þurftu að leggja á sig til að eiga möguleika á því að ná verðbólgunni niður á næsta ári. Nú þurfa bara allir að leggjast á eitt.“ Vilhjálmur segir að það hafi þurft „ákveðna sýn og þor“ til að ná þessu samkomulagi. „Báðir samningsaðilar taka áhættu en báðir höfðu kjark og þor til að takast á við þetta,“ segir Vilhjálmur.

„Þetta er þjóðartilraun til að ná verðbólgunni niður og ég hef fulla trú á því að það gangi upp. Það er mikill ásetningur okkar megin, hjá verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórninni að ná verðbólgunni niður á næsta ári," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta var eitthvað sem Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin þurftu að leggja á sig til að eiga möguleika á því að ná verðbólgunni niður á næsta ári. Nú þurfa bara allir að leggjast á eitt.“ Vilhjálmur segir að það hafi þurft „ákveðna sýn og þor“ til að ná þessu samkomulagi. „Báðir samningsaðilar taka áhættu en báðir höfðu kjark og þor til að takast á við þetta,“ segir Vilhjálmur.

Samtök atvinnulífsins