Vinnumarkaður - 

21. október 2005

Þensla á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þensla á vinnumarkaði

Starfandi fólk á landinu var samtals 164.000 á 3. ársfjórðungi þessa árs og fjölgaði um 5.900 frá sama fjórðungi árið 2004. Fjölgunin var mest í elsta aldurshópnum, 55-74 ára, og nam hún 2.600 manns. Atvinnuþáttaka þessa hóps jókst úr 61,5% í 65,6%. Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 25-54 ára var óbreytt, um 90%, en atvinnuþátttaka unga fólksins jókst verulega og nam 81,6%. Mikil aukning í atvinnuþátttöku ungs fólks og eldra fólks stendur þannig að mestu leyti að baki fjölgunar starfandi fólks.

Starfandi fólk á landinu var samtals 164.000 á 3. ársfjórðungi þessa árs og fjölgaði um 5.900 frá sama fjórðungi árið 2004. Fjölgunin var mest í elsta aldurshópnum, 55-74 ára, og nam hún 2.600 manns. Atvinnuþáttaka þessa hóps jókst úr 61,5% í 65,6%. Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 25-54 ára var óbreytt, um 90%, en atvinnuþátttaka unga fólksins jókst verulega og nam 81,6%. Mikil aukning í atvinnuþátttöku ungs fólks og eldra fólks stendur þannig að mestu leyti að baki fjölgunar starfandi fólks.

Atvinnuleysi var 1,8% á 3. ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,6% á sama fjórðungi í fyrra. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en einu sinni áður, í nóvember 1999, hefur það mælst  jafn lítið.

Þrátt fyrir mikla þenslu á vinnumarkaði var meðalvinnutími nánast óbreyttur. Hann lengdist þó á landsbyggðinni um rúma hálfa klukkustund á viku en á móti dróst hann saman á höfuðborgarsvæðinu um fimmtung stundar.

Vinnumagn í atvinnulífinu, þ.e. heildarfjöldi unninna vinnustunda, endurspeglar þannig fyrst og fremst hina miklu fjölgun starfa undanfarna ársfjórðunga. Þróun vinnumagns er sýnd á meðfylgjandi mynd og er það áætlað 338 milljónir stunda.  Aukning vinnumagns var 4% frá fyrra ári og hefur aukningin verið mikil allt þetta ár sem eru mikil umskipti frá því í fyrra þegar vinnumagnið dróst saman.

Þensla á vinnumarkaði
 

Samtök atvinnulífsins