Vinnumarkaður - 

12. Febrúar 2009

Þegar áfallið dynur yfir skipta rétt viðbrögð öllu máli

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þegar áfallið dynur yfir skipta rétt viðbrögð öllu máli

Um 200 hundruð manns sóttu ráðstefnu um áfallastjórnun sem haldin var á vegum KOM almannatengsla, Vinnuverndar ehf, Humus og Samtaka atvinnulífsins miðvikudaginn 11. febrúar. Fjallað var um málefnið út frá ýmsum sjónarhornum en fram kom í máli framsögumanna að mikilvægt væri að standa faglega að málum þegar "hið óhugsanlega gerist". Ekki væri leyst úr áföllum á einni nóttu og mikilvægt væri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir langtímaáhrifum áfalla á rekstur og ímynd fyrirtækja, líðan starfsmanna, samskipti við nærsamfélagið og ýmsa aðra þætti ásamt því að leita utanaðkomandi stuðnings þegar þess væri þörf.

Um 200 hundruð manns sóttu ráðstefnu um áfallastjórnun sem haldin var á vegum KOM almannatengsla, Vinnuverndar ehf, Humus og Samtaka atvinnulífsins miðvikudaginn 11. febrúar. Fjallað var um málefnið út frá ýmsum sjónarhornum en fram kom í máli framsögumanna að mikilvægt væri að standa faglega að málum þegar "hið óhugsanlega gerist". Ekki væri leyst úr áföllum á einni nóttu og mikilvægt væri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir langtímaáhrifum áfalla á rekstur og ímynd fyrirtækja, líðan starfsmanna, samskipti við nærsamfélagið og ýmsa aðra þætti ásamt því að leita utanaðkomandi stuðnings þegar þess væri þörf.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, erindi ræðumanna, kynningar og myndir má nálgast á vef KOM almannatengsla.

Sjá nánar hér 

Samtök atvinnulífsins