Vinnumarkaður - 

21. nóvember 2002

Þátttaka tryggð í þríhliða samkomulagi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þátttaka tryggð í þríhliða samkomulagi

Mánudaginn 18. nóvember sl. var gert þríhliða samkomulag milli heildarsamtakanna á finnska vinnumarkaðnum og stjórnvalda. Einstökum verkalýðsfélögum og samtökum vinnuveitenda ber að tilkynna hvort þeir muni gerast aðilar að því í síðasta lagi fyrir 30. nóvember. Ef samningsaðilar munu þá hafa samþykkt samkomulagið verður það undirritað þann 1. desember. Þessi aðferð þýðir í raun að forsenda undirritunar er að nánast allir sem samkomulagið nær til verði fyrirfram bundnir af því og þar af leiðandi að sem næst enginn þeirra felli það í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.

Mánudaginn 18. nóvember sl. var gert þríhliða samkomulag milli heildarsamtakanna á finnska vinnumarkaðnum og stjórnvalda. Einstökum verkalýðsfélögum og samtökum  vinnuveitenda ber að tilkynna hvort þeir muni gerast aðilar að því í síðasta lagi fyrir 30. nóvember. Ef samningsaðilar munu þá hafa samþykkt samkomulagið verður það undirritað þann 1. desember. Þessi aðferð þýðir í raun að forsenda undirritunar er að nánast allir sem samkomulagið nær til verði fyrirfram bundnir af því og þar af leiðandi að sem næst enginn þeirra felli það í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.

Hækkanir áætlaðar 3,7% og 3,4% á ári með launaskriði
Helstu atriði samkomulagsins eru þau að samið er til tveggja ára, en samningstíminn er frá 1. febrúar 2003 til 15. febrúar 2005. Frá 1. mars 2003 hækka mánaðarlaun um 2.400 kr. (28,39 evrur), en þó að lágmarki um 1,8%. Þar til viðbótar er launahækkunum deilt út úr svokölluðum pottum þannig að launahækkunin verður 2,9% að meðaltali hjá öllum launamönnum. Með áætluðu launaskriði er búist við því að launakostnaður hækki um 3,7% á næsta ári, verði þetta samkomulag að kjarasamningi á vinnumarkaðnum öllum. Þann 1. mars 2004 verður síðari launahækkun samningsins, en þá hækka mánaðarlaun um 2.300, en þó ekki minna en 1,7%. Í launapott fara 0,5% og verður launahækkunin því 2,2% samtals.  Með launaskriði er búist við 3,4% launakostnaðarhækkun á árinu 2004.

"Rautt strik"
Samningurinn er með "rauðu striki" sem kveður á um að ef neysluverðsvísitala hækkar um meira en 3,1% frá nóvember 2002 til október 2003 þá hækka laun um það sem nemur vísitöluhækkun umfram það mark. Aðilar geta þó samið um að sú hækkun komi ekki til framkvæmda ef um verðbólguskot af erlendum uppruna er að ræða.

Lækkun tekjuskatts o.fl.
Samkomulagið kveður einnig á um bætt skilyrði fyrir trúnaðarmenn, bann við ráðningarsambandi sem felur í sér styttri vinnutíma en fjórar stundir á viku, aukin réttindi vegna veikinda barna, ákvæði um aukið eftirlit af hálfu yfirvalda með notkun á erlendu starfsfólki, lækkun tekjuskatts um 0,3% og aðgerðir í atvinnumálum (auknar samgönguframkvæmdir, styrki til skipasmíðastöðva o.fl.).

Aukinni uppsagnarvernd hafnað
Kröfur verkalýðsfélaganna um aukna uppsagnarvernd náðu ekki fram að ganga.  Meginkrafan var uppsagnargreiðsla svarandi til 6-24 mánaðarlauna eftir starfstíma hjá vinnuveitanda. Þá náðu hvorki fram að ganga kröfur um styttri vinnutíma, einkum á þrískiptum vöktum, né takmarkanir við notkun afkastahvetjandi kerfa.

Samtök atvinnulífsins