Efnahagsmál - 

01. nóvember 2012

Þarfar ábendingar McKinsey um tækifæri Íslendinga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þarfar ábendingar McKinsey um tækifæri Íslendinga

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, tekur undir niðurstöður greiningar alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company á þeim möguleikum sem Íslendingar hafa í hendi sér til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og betri lífskjörum. "Niðurstöðurnar eru í grundvallaratriðum réttar, að mínu mati og ég tel að þetta sé mjög þarft innlegg í umræðu um efnahags- og atvinnumál hér á landi. Ég vildi gjarna sjá að menn tækju þessar ábendingar alvarlega og við hjá SA erum að sjálfsögðu tilbúin að taka þátt í hverri þeirri vinnu sem menn vilja leggja í til að komast áfram."

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, tekur undir niðurstöður greiningar alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company á þeim möguleikum sem Íslendingar hafa í hendi sér til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og betri lífskjörum. "Niðurstöðurnar eru í grundvallaratriðum réttar, að mínu mati og ég tel að þetta sé mjög þarft innlegg í umræðu um efnahags- og atvinnumál hér á landi. Ég vildi gjarna sjá að menn tækju þessar ábendingar alvarlega og við hjá SA erum að sjálfsögðu tilbúin að taka þátt í hverri þeirri vinnu sem menn vilja leggja í til að komast áfram."

Rætt var við Vilhjálm í Fréttablaðinu í tilefni af því að McKinsey kynnti í vikunni úttekt sína á hagvaxtarmöguleikum Íslands. Umfjöllun um úttektina má lesa á vef SA og á vef Viðskiptaráðs. Þar segir Hreggviður Jónsson, formaður ráðsins m.a.:

"Greiningin sem nú liggur fyrir sýnir okkur að tækifærin til úrbóta eru mýmörg. Í þeim efnum er okkur tamt að horfa til stjórnvalda og stjórnsýslu. En þó vinna McKinsey dragi fram veikleika í regluverki og áherslum stjórnmála, þá er ljóst að tækifærin liggja ekki síður á vettvangi atvinnulífs, hjá íslenskum fyrirtækjum. Þar sem margt má betur fara og brýnt að forsvarsmenn í íslenskra fyrirtækja bregðist við og vinni að úrbótum þar sem við á.

Nú er það okkar að nýta þessa góðu vinnu McKinsey og við eigum mikið undir því að okkur takist vel til. Við verðum að stíga upp úr núverandi farvegi, treysta samvinnu og móta stefnu og aðgerðir sem efla verðmætasköpun og bæta lífskjör Íslendinga til komandi ára. Það er mín skoðun að hugmyndir þær sem nú liggja fyrir um samstarfsvettvang hagsmunaaðila þar sem áhersla verður lögð á eftirfylgni við vinnu McKinsey, með áherslu á mótun hagvaxtarstefnu og útfærslu aðgerða, verði að ná fram að ganga."

Sjá nánar:

Umfjöllun á vef SA

Skýrsluna má nálgast á vef McKinsey og fréttatilkynningu fyrirtækisins má finna hér.

Samtök atvinnulífsins