Efnahagsmál - 

17. Apríl 2009

Það er verið að pína þjóðina

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Það er verið að pína þjóðina

"Það er verið að pína þjóðina," sagði Margeir Pétursson stjórnarformaður MP Banka í Rödd atvinnulífsins. Margeir telur fullmikið af því góða að hafa hér bæði himinháa vexti og gjaldeyrishöft á sama tíma. Hagsmunir erlendra kröfuhafa virðist í forgrunni og það sé slæmt ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og peningastefnunefnd Seðlabankans taki að sér að verða innheimtumenn þeirra sem sé ekki þeirra hlutverk.

"Það er verið að pína þjóðina," sagði Margeir Pétursson stjórnarformaður MP Banka í Rödd atvinnulífsins. Margeir telur fullmikið af því góða að hafa hér bæði himinháa vexti og gjaldeyrishöft á sama tíma. Hagsmunir erlendra kröfuhafa virðist í forgrunni og það sé slæmt ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og peningastefnunefnd Seðlabankans taki að sér að verða innheimtumenn þeirra sem sé ekki þeirra hlutverk.

Í þættinum var m.a. rætt um kaup MP Banka á SPRON og um endurreisn íslensk fjármálalífs. Margeir varaði sterklega við því að raunveruleg hætta væri á að lífskjör á Íslandi færist áratugi aftur í tímann ef ekki verði gripið til réttra ráðstafana. Þjóðin verði að fá að stunda frjáls viðskipti.

Margeir benti í þættinum á að útlánasöfn bankanna hafi versnað mjög mikið frá síðastliðnu hausti og að útlán rýrni í hverjum einasta mánuði vegna ofurvaxta í landinu. Gríðarlega mikilvægt sé að afnema gjaldeyrishöftin og henda björgunarhring til heimila og smáfyrirtækja. Margeir benti jafnframt á að Seðlabankinn ráði gengi krónunnar og hann geti styrkt gengi hennar með handafli. Margeir spyr hvers vegna Seðlabankinn hafi ekki nýtt sér það afl?

Smellið á borðann hér að neðan til að hlusta á Rödd atvinnulífsins 16. apríl.

Viðtal við Margeir Pétursson hefst þegar 31:50 mínútur eru liðnar af þættinum

Smelltu til að hlusta

Samtök atvinnulífsins