Það er að birta til

Samtök atvinnulífsins vekja þessa dagana athygli á jákvæðum árangri sem náðst hefur á vinnumarkaði og í efnahagslífinu undanfarna 12 mánuði. Með samstilltu átaki launafólks, fyrirtækja og stjórnvalda hefur tekist að hemja verðbólguna og auka kaupmátt heimilanna. Markmið síðustu kjarasamninga hafa náðst og gott betur en verðlag er nú stöðugra en í heilan áratug. Hóflegar launahækkanir í kjarasamningum, sambærilegar og þekkjast á Norðurlöndunum, færðu landsmönnum lága verðbólgu og aukinn kaupmátt.

undefined

Samtök atvinnulífsins segja í nýrri auglýsingu að ef haldið er áfram á sömu braut ættu vextir að lækka enn frekar en stýrivextir á Íslandi eru nærri fjörtíu sinnum hærri en í Evrópu. Íslensk heimili og fyrirtæki greiða aukalega 200 milljarða króna á ári vegna gífurlegs vaxtakostnaðar sem skerðir lífskjör og þrengir að atvinnulífinu. Það er jafn mikið og öll útgjöld ríkisins til heilbrigðis- og menntamála. Ef vextir lækka verður meira eftir af laununum, atvinnulífið eflist og lífskjör allra verða betri.

Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að byggt verði á þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum mánuðum. Það sé bjart framundan ef aðilar taki höndum saman og leggi grunn að betra samfélagi.